Erlent

Annar nuddari kærir Travolta

Travolta segist saklaus af ásökunum um áreitni.
Travolta segist saklaus af ásökunum um áreitni.
Vandræði stórleikarans John Travolta aukast enn því annar karlmaður hefur nú stigið fram og ásakað hann um kynferðislega áreitni. Í gær komu fram ásakanir sama eðlis frá nuddara á hóteli í Atlanta sem staðhæfir að Travolta hafi áreitt sig í janúar á síðasta ári.

Í dag kom svo annar nuddari fullyrðir að sama hafi komið fyrir sig. Mennirnir krefjast tveggja milljóna dollara í skaðabætur. Lögmenn Travolta staðhæfa hinsvegar að enginn fótur sé fyrir ásökunum mannannna og segja þær uppspuna frá rótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×