Stefna þvert yfir Grænlandsjökul 10. maí 2012 09:15 Vilborg er á leiðinni yfir Grænlandsjökul ásamt Valdimari Halldórssyni. Vilborg Anna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson eru lögð af stað í mikla ævintýraferð á Grænlandi þar sem förinni er heitið um 540 km leið yfir Grænlandsjökul. Áætlaður leiðangurstími er um fjórar vikur. Vilborg og Valdimar lögðu af stað um síðustu helgi upp frá litlu þorpi á austurströnd Grænlands, sem ber nafnið Isotorq. Ferðin hefur gengið vel en slæmt veður setti þó strik í reikninginn í fyrradag þegar þau þurftu að halda kyrru fyrir í tjaldi sínu. ,,Fyrsti dagur ferðarinnar fór í að ferja búnað upp á jökul þar sem við lögðum skíði undir fót og héldum áleiðis yfir jökulinn. Svo lögðum við af stað. Við fórum með hundasleðum um 25 km upp í um 800 m hæð og gengum síðan áfram. Færið var þungt í fyrstu og var snjórinn að festast undir skinnunum, þá var vindurinn líka í fangið. Nú erum við komin hærra upp og það er orðið kaldara og skíðafærið fer batnandi. Við drögum með okkur vistir á snjópúlkum sem vega um 75 kg. Skjól, góður fatnaður frá 66°norður, gott tjald og vel samsett matarræði skiptir höfuðmáli í svona leiðangrum," segir Vilborg sem segir að veðrið hafi verið misgott, skipst hafi á gott og bjart veður og einnig mikill vindur og skafrenningur sem hafi gert það verkum að þau hafi þurft að halda kyrru fyrir í tjöldum sínum í fyrradag. ,,Við náðum að ganga tæpa 50 km. fyrstu tvo dagana og 16 km. í gær þegar við komumst aftur af stað eftir slæmt veður og kyrrsetu í tjaldinu. Nú er spáin betri og við vonumst til að það verði gott veður næstu daga." Vilborg sem hefur verið með annan fótinn á fjöllum síðastliðin 10 ár. Bæði hefur hún unnið sem leiðsögumaður í fjallaferðum sem og ferðast mikið á eigin vegum. Aðspurð segir hún æfingarnar fyrir Grænlandsferðina hafi að mestu farið fram í nágrenni við heimabyggð hennar á Hvolsvelli. ,,Þar er aðgegni að fjöllum gott og auðvelt að skreppa í stutta æfingatúra eftir vinnu. Lengri ferðir skipta líka miklu máli í undirbúningnum og hef ég bæði skíðað yfir Vatnajökul, hjólað yfir hálendið í fyrstu vetrarsnjónum auk þess að fara í nokkra vikna siglingaleiðangra á skonnortu til austurstrandar Grænlands. Andlegi þátturinn er ekki síður mikilvægur og menn verða að vera tilbúnir í langa daga í erfiðum aðstæðum. Ég hef markvisst þjálfað hugann í þessa átt og síðasta sumar eyddi ég einni viku alein í óbyggðum Scoresbysunds á Grænlandi. Við slíkar aðstæður kynnist maður sjálfum sér vel og eflir andlegan styrk," segir hún. Hún segir að það sé langþráður draumur að vera loksins komin á þennan stað. ,,Mikill tími hefur farið í undirbúning og eftirvæntingin er því mikil. Margir hafa lagt hönd á plóginn við að uppfylla þennan draum og gott er að finna stuðning fólks úr ólíkum áttum," segir Vilborg ánægð. Fylgjast má með ferðum Vilborgar og Valdimars hér. Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Vilborg Anna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson eru lögð af stað í mikla ævintýraferð á Grænlandi þar sem förinni er heitið um 540 km leið yfir Grænlandsjökul. Áætlaður leiðangurstími er um fjórar vikur. Vilborg og Valdimar lögðu af stað um síðustu helgi upp frá litlu þorpi á austurströnd Grænlands, sem ber nafnið Isotorq. Ferðin hefur gengið vel en slæmt veður setti þó strik í reikninginn í fyrradag þegar þau þurftu að halda kyrru fyrir í tjaldi sínu. ,,Fyrsti dagur ferðarinnar fór í að ferja búnað upp á jökul þar sem við lögðum skíði undir fót og héldum áleiðis yfir jökulinn. Svo lögðum við af stað. Við fórum með hundasleðum um 25 km upp í um 800 m hæð og gengum síðan áfram. Færið var þungt í fyrstu og var snjórinn að festast undir skinnunum, þá var vindurinn líka í fangið. Nú erum við komin hærra upp og það er orðið kaldara og skíðafærið fer batnandi. Við drögum með okkur vistir á snjópúlkum sem vega um 75 kg. Skjól, góður fatnaður frá 66°norður, gott tjald og vel samsett matarræði skiptir höfuðmáli í svona leiðangrum," segir Vilborg sem segir að veðrið hafi verið misgott, skipst hafi á gott og bjart veður og einnig mikill vindur og skafrenningur sem hafi gert það verkum að þau hafi þurft að halda kyrru fyrir í tjöldum sínum í fyrradag. ,,Við náðum að ganga tæpa 50 km. fyrstu tvo dagana og 16 km. í gær þegar við komumst aftur af stað eftir slæmt veður og kyrrsetu í tjaldinu. Nú er spáin betri og við vonumst til að það verði gott veður næstu daga." Vilborg sem hefur verið með annan fótinn á fjöllum síðastliðin 10 ár. Bæði hefur hún unnið sem leiðsögumaður í fjallaferðum sem og ferðast mikið á eigin vegum. Aðspurð segir hún æfingarnar fyrir Grænlandsferðina hafi að mestu farið fram í nágrenni við heimabyggð hennar á Hvolsvelli. ,,Þar er aðgegni að fjöllum gott og auðvelt að skreppa í stutta æfingatúra eftir vinnu. Lengri ferðir skipta líka miklu máli í undirbúningnum og hef ég bæði skíðað yfir Vatnajökul, hjólað yfir hálendið í fyrstu vetrarsnjónum auk þess að fara í nokkra vikna siglingaleiðangra á skonnortu til austurstrandar Grænlands. Andlegi þátturinn er ekki síður mikilvægur og menn verða að vera tilbúnir í langa daga í erfiðum aðstæðum. Ég hef markvisst þjálfað hugann í þessa átt og síðasta sumar eyddi ég einni viku alein í óbyggðum Scoresbysunds á Grænlandi. Við slíkar aðstæður kynnist maður sjálfum sér vel og eflir andlegan styrk," segir hún. Hún segir að það sé langþráður draumur að vera loksins komin á þennan stað. ,,Mikill tími hefur farið í undirbúning og eftirvæntingin er því mikil. Margir hafa lagt hönd á plóginn við að uppfylla þennan draum og gott er að finna stuðning fólks úr ólíkum áttum," segir Vilborg ánægð. Fylgjast má með ferðum Vilborgar og Valdimars hér.
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira