Erlent

Furðulegt hvarf farþegaflugvélar

Þetta er farþegavélin sem hvarf af ratsjá í Indónesíu í morgun.
Þetta er farþegavélin sem hvarf af ratsjá í Indónesíu í morgun.
Um 200 björgunarsveitarmenn leituðu í dag að rússneskri farþegaþotu sem hvarf af ratsjá suður af Jakarta, höfuðborg Indónesíu, snemma í morgun. Um 50 manns eru um borð í vélinni. Þotan er glæný og er af gerðinni Superjet 100, framleidd af Sukhoi í Rússlandi. Framleiðendur hennar voru að kynna hana fyrir indónesískum flugmálayfirvöldum en þau hafa pantað um 40 flugvélar sem átti að afhenda á þessu ári. Leitinni hefur verið hætt í bili þar sem afar slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu. Óttast er að vélin hafi brotlent en leit verður haldið áfram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×