Undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana 13. apríl 2012 17:00 Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari. mynd/365 miðlar Nafn: Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari. Aldur: 26 ára Hjúskaparstaða? EinhleypAf hverju byrjaðir þú að stunda spjótkast? Það gerðist nú fyrir algjöra tilviljun en það kom fljótlega í ljós þegar ég byrjaði í frjálsum að kastgreinar voru mín sterkasta hlið. Svo leiddist ég bara smám saman yfir í spjótkastið.Varstu gagnrýnd fyrir það, þar sem þetta er ekki mjög algengt kvennasport? Kannski ekki beint gagnrýnd en fólk hefur mikið spurt mig af hverju ég hafi valið það og það hefur verið ansi mikið skotið á mig í gegnum tíðina fyrir að vera í kraftaíþrótt og sterklega byggð.Nú varst þú á meðal 10 afreksmanna sem voru nefndir í valinu á íþróttamanni ársins, árið 2011. Hvernig tilfinning var það? Mér fannst það mjög mikill heiður sem ég er ákaflega þakklát fyrir.Hvernig lítur venjulegur dagur út í þínu lífi í æfingum, mat og skipulagi? Ég fer alltaf í það að elda mér morgunmat um leið og ég opna augun enda mikil matmanneskja. Þá verður eggjakaka með grænmeti og jafnvel smá kjúklingabitar iðulega fyrir valinu. Um klukkutíma seinna fer ég á æfingu sem tekur yfirleitt svona um tvo til tvo og hálfan tíma og það er mjög misjafnt hvað er gert. Sem spjótkastari þarf ég að lyfta, hlaupa, hoppa, kasta og gera tækniæfingar og yfirleitt er tekin fyrir blanda af tveimur af þessum atriðum á hverri æfingu. Strax eftir æfinguna fæ ég mér svo prótínhristingum á meðan ég teygi á. Þegar ég er búin að öllu fer ég og fæ mér góða máltíð sem samanstendur af kjöti eða fiski og nógu af grænmeti. Þarna kemur Saffran mjög sterkur inn. Yfirleitt er ég svo að stússast eitthvað seinni partinn eða taka því rólega heima og hvíla mig með góða bók þangað til það kemur að því að fara aftur á æfingu. Þá fæ ég mér létt snarl, einn til tvo ávexti eða smá hnetur svona klukkutíma áður. Seinni æfingin er svo aðrir tveir tímar og eftir hana fæ ég mér kvöldmat sem aftur samanstendur af kjöti eða fiski og nógu af grænmeti. Kvöldin nýti ég svo með vinum mínum eða fjölskyldu eins og ég mögulega get.Hvað gerir þú fyrir utan að stunda íþróttina að krafti? Ég var að klára meistaranám í lyfjafræði og er að taka vaktir af og til í Lyfju. En fyrst og fremst er ég að einbeita mér að því að undirbúa mig fyrir Ólympíuleikana í sumar.Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Mínar helstu fyrirmyndir myndi ég segja að séu pabbi minn og Ólafur Stefánsson.Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Eftir fimm ár verð ég á toppnum á ferlinum, að kasta spjóti í toppbaráttunni á stórmótum og njóta þess sem aldrei fyrr.Lífið á Facebook.Lífið í Fréttablaðinu. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Nafn: Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari. Aldur: 26 ára Hjúskaparstaða? EinhleypAf hverju byrjaðir þú að stunda spjótkast? Það gerðist nú fyrir algjöra tilviljun en það kom fljótlega í ljós þegar ég byrjaði í frjálsum að kastgreinar voru mín sterkasta hlið. Svo leiddist ég bara smám saman yfir í spjótkastið.Varstu gagnrýnd fyrir það, þar sem þetta er ekki mjög algengt kvennasport? Kannski ekki beint gagnrýnd en fólk hefur mikið spurt mig af hverju ég hafi valið það og það hefur verið ansi mikið skotið á mig í gegnum tíðina fyrir að vera í kraftaíþrótt og sterklega byggð.Nú varst þú á meðal 10 afreksmanna sem voru nefndir í valinu á íþróttamanni ársins, árið 2011. Hvernig tilfinning var það? Mér fannst það mjög mikill heiður sem ég er ákaflega þakklát fyrir.Hvernig lítur venjulegur dagur út í þínu lífi í æfingum, mat og skipulagi? Ég fer alltaf í það að elda mér morgunmat um leið og ég opna augun enda mikil matmanneskja. Þá verður eggjakaka með grænmeti og jafnvel smá kjúklingabitar iðulega fyrir valinu. Um klukkutíma seinna fer ég á æfingu sem tekur yfirleitt svona um tvo til tvo og hálfan tíma og það er mjög misjafnt hvað er gert. Sem spjótkastari þarf ég að lyfta, hlaupa, hoppa, kasta og gera tækniæfingar og yfirleitt er tekin fyrir blanda af tveimur af þessum atriðum á hverri æfingu. Strax eftir æfinguna fæ ég mér svo prótínhristingum á meðan ég teygi á. Þegar ég er búin að öllu fer ég og fæ mér góða máltíð sem samanstendur af kjöti eða fiski og nógu af grænmeti. Þarna kemur Saffran mjög sterkur inn. Yfirleitt er ég svo að stússast eitthvað seinni partinn eða taka því rólega heima og hvíla mig með góða bók þangað til það kemur að því að fara aftur á æfingu. Þá fæ ég mér létt snarl, einn til tvo ávexti eða smá hnetur svona klukkutíma áður. Seinni æfingin er svo aðrir tveir tímar og eftir hana fæ ég mér kvöldmat sem aftur samanstendur af kjöti eða fiski og nógu af grænmeti. Kvöldin nýti ég svo með vinum mínum eða fjölskyldu eins og ég mögulega get.Hvað gerir þú fyrir utan að stunda íþróttina að krafti? Ég var að klára meistaranám í lyfjafræði og er að taka vaktir af og til í Lyfju. En fyrst og fremst er ég að einbeita mér að því að undirbúa mig fyrir Ólympíuleikana í sumar.Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Mínar helstu fyrirmyndir myndi ég segja að séu pabbi minn og Ólafur Stefánsson.Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Eftir fimm ár verð ég á toppnum á ferlinum, að kasta spjóti í toppbaráttunni á stórmótum og njóta þess sem aldrei fyrr.Lífið á Facebook.Lífið í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög