Innlent

Dýrasta bókin á markaðnum

Hátíðarútgáfa bókarinnar Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson sem frumsýnd var á Benediktsmessu 21. mars er dýrasta bókin á íslenskum bókamarkaði um þessar mundir. Hún kostar fullu verði 230 þúsund rónur og fæst aðeins hjá útgefanda, bókaútgáfunni Crymogeu.

Alls er bókin gefin út í 100 tölusettum eintökum. Bókin er handinnbundin í sauðskinnsleður sem er sérstaklega sútað fyrir þetta verkefni hjá skinnaverkun Loðskinns á Sauðárkróki. Þau eintök sem pöntuð hafa verið verða afhend kaupendum nú í lok aprílmánaðar. Alls er það helmingur upplagsins, 50 eintök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×