Íslandsmeistarar í kaffigerð á leiðinni á heimsmeistaramót 4. apríl 2012 10:15 Finnbogi Fannar Kjeld, Jónína S. Tryggvadóttir og Jan-Fredrik Winter eru á leiðinni til Austurríkis á heimsmeistaramót. myndir/Gunnar Sturla Ágústuson Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/ Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira