Íslandsmeistarar í kaffigerð á leiðinni á heimsmeistaramót 4. apríl 2012 10:15 Finnbogi Fannar Kjeld, Jónína S. Tryggvadóttir og Jan-Fredrik Winter eru á leiðinni til Austurríkis á heimsmeistaramót. myndir/Gunnar Sturla Ágústuson Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/ Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Sjá meira
Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Sjá meira