Erlendir ríkisborgarar geta ekki lengur farið á hasskaffihús í Hollandi 29. apríl 2012 14:00 Hollenskir dómstólar hafa úrskurðað að erlendir ríkisborgarar mega ekki kaupa og neyta kannabisefna á svokölluðum hasskaffihúsum í Hollandi. Landið er heimsfrægt fyrir umburðarlynda stefnu gagnvart kannabisnotkun þó það sé tæknilega séð ekki löglegt að neyta efnanna. Kaffihúsin frægu hafa laðað til sín ferðamenn í gegnum árin, og nefnist í Hollandi fíkniefnatúrismi. Það eru um 700 hasskaffihús í Hollandi en eigendur þeirra stefndu hollenska ríkinu til Evrópusambandsins á þeim forsendum að það væri ekki hægt að mismuna borgurum innan ESB á þessum grundvelli. Niðurstaðan varð engu að síður sú sama, erlendir ríkisborgarar fá ekki að kaupa kannabisefni frá og með 1. maí, sem er á næsta þriðjudag. Kaffihúsin eru nokkuð umdeild á meðal íbúa í Hollandi. Þá vilja margir meina að bein afleiða af kaffihúsunum sé aukin neysla á harðari fíkniefnum, auk þess sem nokkuð hefur borið á því að einstaklingar kaupi mikið magn kannabisefna og smygli yfir landamærin. Kaffihúsin verða áfram opin en er gert að breyta sér í einkaklúbba. Þannig geta tvö þúsund manns verið meðlimir í klúbbunum, en hver og einn þarf að fá nokkurskonar hasspassa til þess að kaupa fíkniefnið. Búist er við að kaffihúsaeigendurnir gefist ekki upp, heldur áfrýji málinu. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Hollenskir dómstólar hafa úrskurðað að erlendir ríkisborgarar mega ekki kaupa og neyta kannabisefna á svokölluðum hasskaffihúsum í Hollandi. Landið er heimsfrægt fyrir umburðarlynda stefnu gagnvart kannabisnotkun þó það sé tæknilega séð ekki löglegt að neyta efnanna. Kaffihúsin frægu hafa laðað til sín ferðamenn í gegnum árin, og nefnist í Hollandi fíkniefnatúrismi. Það eru um 700 hasskaffihús í Hollandi en eigendur þeirra stefndu hollenska ríkinu til Evrópusambandsins á þeim forsendum að það væri ekki hægt að mismuna borgurum innan ESB á þessum grundvelli. Niðurstaðan varð engu að síður sú sama, erlendir ríkisborgarar fá ekki að kaupa kannabisefni frá og með 1. maí, sem er á næsta þriðjudag. Kaffihúsin eru nokkuð umdeild á meðal íbúa í Hollandi. Þá vilja margir meina að bein afleiða af kaffihúsunum sé aukin neysla á harðari fíkniefnum, auk þess sem nokkuð hefur borið á því að einstaklingar kaupi mikið magn kannabisefna og smygli yfir landamærin. Kaffihúsin verða áfram opin en er gert að breyta sér í einkaklúbba. Þannig geta tvö þúsund manns verið meðlimir í klúbbunum, en hver og einn þarf að fá nokkurskonar hasspassa til þess að kaupa fíkniefnið. Búist er við að kaffihúsaeigendurnir gefist ekki upp, heldur áfrýji málinu.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira