Erlent

Fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu fannst látinn í Vín

Shukri Ghanem þegar hann starfaði sem ráðherra í Líbíu.
Shukri Ghanem þegar hann starfaði sem ráðherra í Líbíu.
Fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu, Shukri Ghanem, fannst látinn í á í Vín í Austurríki í dag. Ghanem flúði Líbíu eftir að ástandið þar fór snöggversnandi, nokkrum mánuðum áður en uppreisnarmönnum tókst að fella Muammar Gaddafi.

Ghanem, sem var einnig forsætisráðherra Líbíu árin 2003 til 2006, starfaði í Vín en þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni. Lík hans fannst í ánni nærri vinsælu útivistarsvæði. Hann var alklæddur þegar hann fannst samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vín en hann hafði engin skilríki meðferðis. Lögreglan fann þó nafnspjald með nafni fyrirtækisins sem hann starfaði hjá. Það var svo starfsmaður þess sem bar kennsl á Ghanem.

Ekki er ljóst hvort andlát hans bar að með saknæmum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×