Leikararnir Bradley Cooper og Zoe Saldana eru hætt saman eftir þriggja mánaða samband.
Bradley vill ekki binda sig strax ef marka má slúðurmiðla vestan hafs en hann er kynþokkafyllsti maður á lífi samkvæmt tímaritinu People.
Parið leikur saman í kvikmyndinni The Words sem verður frumsýnd í haust.
Þriggja mánaða ástarsamband á enda
