Lífið

Sandra Bullock blómstrar í móðurhlutverkinu

Myndir/COVERMEDIA
Það er ekki annað að sjá en að stjörnuleikkonan, Sandra Bullock njóti sín vel í móðurhluverkinu en hún sást fylgja syni sínum, Louis Bardo Bullock í leikskólann í vikunni.

Það lá einstaklega vel á Bullock sem reyndi þó að vernda son sinn fyrir ágengum ljósmyndurum.

Bullock ættleiddi Louis Bardo í byrjun árs, 2010 þegar hann var þriggja mánaða gamall en hann fæddist í New Orleans.

Heyrst hefur að Bullock undirbúi það nú að ættleiða annað barn en hún hefur ekki vilja staðfesta það þann orðróm.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá mæðginin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.