Lífið

Æfa saman fimm sinnum í viku

Ljósmynd: Gísli Egill
Lífið ræddi við hjónin Unni Gunnarsdóttur og Jóa Fel sjónvarpskokk með meiru en þau stunda líkamsrækt saman með jákvæðu hugarfari.

Stundið þið líkamsrækt? „Já hreyfing skiptir okkur afar miklu máli og skipar stóran sess í daglegri rútínu hjá okkur. Það er alltaf hægt að koma að æfingu og öllu máli skiptir að vera ekki að taka óþarfa pásur bara drífa sig á æfingu, ekkert bull, engin afsökun.“

Hve oft æfið þið í viku? „Við reynum að komast fimm sinnum í viku. Þá stundum við lyftingar alla daga og brennsla með í hófi. Góðar teygjur og jákvætt hugarfar verður að vera með síðan eigum við lítinn dásamlegan hund sem við skottumst með út daglega.“

Hvernig er mataræðið? „Mataræðið er í föstum skorðum nema um helgar þá gerum við vel við okkur. Lífið er of stutt fyrir megrun og þess háttar. Við borðum mikið af brauði, sem eru jú öll sykurlaus og frábær hollusta. Svo má alls ekki gleyma rauðvíninu sem verður að vera með því það skapar góða stemningu, meltingu, slökun og gleði.„

Joifel.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.