Lífið

Ný síða Superman.is lítur dagsins ljós

Sveinbi stofnandi Superman.is.
Sveinbi stofnandi Superman.is.
„Þetta eru tímamót hjá mér þegar kemur að Superman.is. Ný hönnun hefur verið útfærð af vefnum og hún leit dagsins ljós í dag. Þá byrjum við einnig með superTV á síðunni en markmiðið er að gera notendum kleift að vita hvernig var á hverjum viðburði fyrir sig og njóta tónlistar á skemmtilegan hátt," segir ljósmyndarinn Sveinbi eða Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson stofnandi Superman.is sem hann opnaði formlega 2. apríl árið 2006.

„Ég hef hef lagt mig allan fram við að ná skemmtanalífinu á Íslandi á ljósmynd fyrir notendur til þess að njóta án gjalds. Gísli J og Viðar Geir eru komnir inn sem meðeigendur og svo eru það Dagur de'Medici Ólafsson, Kári Steinarsson og Davíð Antonsson Crivello sem hjálpa okkur að framleiða þættina og tónleikaþættina á síðunni," segir Sveinbi að lokum.

Superman.is



Facebooksíða Superman.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.