Athafnakonan - Allir vegir færir eftir verkfræðina 2. mars 2012 08:00 Þórdís Jóhannsdóttir er með mörg járn í eldinum. Myndir/Úr einkasafni Þórdísar Hver er konan? Þórdís Jóhannsdóttir heiti ég og er 28 ára gömul, móðir tveggja barna, Sævars Más, 8 ára og Ingu Dísar, 4 ára. Starf? Í dag starfa ég hjá Barna- og fjölskylduljósmyndum í Kópavogi. Hlutverk mitt er að fylgjast með rekstri fyrirtækisins og sjá til þess að við höfum nóg að gera. Þar kemur margt fólk sem gaman er að hitta og mikið skemmtilegt um að vera. Bakgrunnur/menntun? Ég er verkfræðingur að mennt. Lauk B.Sc.-námi í iðnaðarverkfræði 2007 og M.Sc. í iðnaðarverkfræði 2011 við Háskóla Íslands. Ástæðan fyrir því að ég valdi verkfræði umfram annað nám var sú að mér var tjáð að þá væru mér allar leiðir færar og ég gæti starfað við hvað sem er í framtíðinni. Það er svo sannarlega rétt. Í náminu lagði ég áherslu á nýsköpun, framleiðsluferli og stjórnun. Draumaverkefnið? Spunadís er litla draumaverkefnið mitt – það stendur fyrir hálsmen, kraga og fylgihluti sem ég hanna til að festa á kjóla og aðrar fallegar flíkur. Hvaðan kemur nafnið Spunadís? Það er allt fullt af dísum í kringum mig. Við erum dísir í fjóra ættliði og það kom ekki annað til greina en bæta einni í hópinn. Það var svo ein vinkona mín, sem mér þykir vænt um, sem kom strax með nafnið Spunadís, enda er hönnunin spunnin áfram hverju sinni. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Af hverju varð svona hönnun fyrir valinu? Ég hafði um nokkurt skeið hannað og saumað þæfðar ullarvörur með mömmu minni. Mamma er sérstaklega nákvæm og vandvirk. Hún kenndi mér það að það borgar sig aldrei að flýta sér. Við unnum vel saman. Ég passaði upp á að halda framleiðsluferlinu gangandi og hún passaði upp á vandvirknina og gæðin. Hefurðu alltaf verið fagurkeri? Ég man eftir sjálfri mér frá þriggja ára aldri þar sem ég var bæði saumandi og skapandi. Fjögurra ára kenndi amma mín mér að prjóna og átta ára prjónaði ég mína fyrstu peysu. Á unglingsárunum saumaði ég á mig kjóla í stórum stíl. Þegar ég varð ólétt af fyrra barninu mínu átti ég prjónuð ungbarnaföt í stöflum. Auðvitað deildi ég áhuganum með vinum og kunningjum og kenndi mörgum þeirra að prjóna. Móðurhlutverkið í bland við framann, hvernig gengur að tvinna það saman? Það gengur ótrúlega vel að tvinna saman barnauppeldi, vinnu og áhugamál. Ég hef til dæmis mikið úthald í að sitja úti á róló tímunum saman því saumadótið er ávallt meðferðis. Ég hugsa að við þrjú gefum hvert öðru innblástur og vangavelturnar um lífið og tilveruna eru stórar og yfirgripsmiklar. Er eitthvað nýtt væntanlegt frá þér?Hvað Spunadís varðar þá er ég að fikra mig að þróa ný form en helsta viðbótin þessa dagana er blúndan. Ég er að leika mér að nota allskonar blúndur sem eru fallegar með satíninu. Hún gefur skemmtilega áferð og gefur hverjum hlut meiri sérstöðu. Blúndur og barnamatur/þú ert að einbeita þér að örðu spennandi verkefni ekki satt?Jú, mikið rétt. Meistaraverkefnið mitt í iðnaðarverkfræði var mjög óhefðbundið. Það innihélt viðskiptaáætlun fyrir íslenskan barnamat, framleiddan á íslandi. Það er mér mikið í mun að íslensk börn hafi góðan aðgang að íslensku hráefni, allan ársins hring. Margir halda eflaust að verkfræðin sé ferköntuð og snúist aðallega um virkjanir og álver. Ég lagði barnamatarhugmynd mína á borð kennara við deildinni og þeir tóku mjög vel í hana og hjálpuðu mér með hana alla leið. Er maturinn kominn á markað?Barnamaturinn fór á markað í Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Hamborgarafabrikkunni og á barnakaffihúsum. Vörunni var mjög vel tekið og var fólk sammála um að þetta var eitthvað sem þörf var á, þó fyrr hefði verið. Með þessu braut ég blað í sögu iðnaðarverkfræðideildar, svo vitað sé því aldrei fyrr hefur vara farið á markað sem var meistaraverkefni við deildina. Viðskiptaáætlunin gaf það hins vegar til kynna að hagstæðara væri að fá stóran aðila með mér í lið. Því leituðum við samtarfskona mín til Sölufélags Garðyrkjumanna og vörpuðum fram þeirri hugmynd að þeir tækju vörumerkið inn til sín en við höfðum áður unnið náið með þeim að þróun og framleiðslu. Þeir gripu hugmyndina fljótt á lofti og nú er von á barnamatnum aftur í verslanir á þessu ári. Við erum að vinna enn frekar að þróun barnamatsins og endurbótum á umbúðum."Hér má sjá Spunadís á facebook. Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Hver er konan? Þórdís Jóhannsdóttir heiti ég og er 28 ára gömul, móðir tveggja barna, Sævars Más, 8 ára og Ingu Dísar, 4 ára. Starf? Í dag starfa ég hjá Barna- og fjölskylduljósmyndum í Kópavogi. Hlutverk mitt er að fylgjast með rekstri fyrirtækisins og sjá til þess að við höfum nóg að gera. Þar kemur margt fólk sem gaman er að hitta og mikið skemmtilegt um að vera. Bakgrunnur/menntun? Ég er verkfræðingur að mennt. Lauk B.Sc.-námi í iðnaðarverkfræði 2007 og M.Sc. í iðnaðarverkfræði 2011 við Háskóla Íslands. Ástæðan fyrir því að ég valdi verkfræði umfram annað nám var sú að mér var tjáð að þá væru mér allar leiðir færar og ég gæti starfað við hvað sem er í framtíðinni. Það er svo sannarlega rétt. Í náminu lagði ég áherslu á nýsköpun, framleiðsluferli og stjórnun. Draumaverkefnið? Spunadís er litla draumaverkefnið mitt – það stendur fyrir hálsmen, kraga og fylgihluti sem ég hanna til að festa á kjóla og aðrar fallegar flíkur. Hvaðan kemur nafnið Spunadís? Það er allt fullt af dísum í kringum mig. Við erum dísir í fjóra ættliði og það kom ekki annað til greina en bæta einni í hópinn. Það var svo ein vinkona mín, sem mér þykir vænt um, sem kom strax með nafnið Spunadís, enda er hönnunin spunnin áfram hverju sinni. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Af hverju varð svona hönnun fyrir valinu? Ég hafði um nokkurt skeið hannað og saumað þæfðar ullarvörur með mömmu minni. Mamma er sérstaklega nákvæm og vandvirk. Hún kenndi mér það að það borgar sig aldrei að flýta sér. Við unnum vel saman. Ég passaði upp á að halda framleiðsluferlinu gangandi og hún passaði upp á vandvirknina og gæðin. Hefurðu alltaf verið fagurkeri? Ég man eftir sjálfri mér frá þriggja ára aldri þar sem ég var bæði saumandi og skapandi. Fjögurra ára kenndi amma mín mér að prjóna og átta ára prjónaði ég mína fyrstu peysu. Á unglingsárunum saumaði ég á mig kjóla í stórum stíl. Þegar ég varð ólétt af fyrra barninu mínu átti ég prjónuð ungbarnaföt í stöflum. Auðvitað deildi ég áhuganum með vinum og kunningjum og kenndi mörgum þeirra að prjóna. Móðurhlutverkið í bland við framann, hvernig gengur að tvinna það saman? Það gengur ótrúlega vel að tvinna saman barnauppeldi, vinnu og áhugamál. Ég hef til dæmis mikið úthald í að sitja úti á róló tímunum saman því saumadótið er ávallt meðferðis. Ég hugsa að við þrjú gefum hvert öðru innblástur og vangavelturnar um lífið og tilveruna eru stórar og yfirgripsmiklar. Er eitthvað nýtt væntanlegt frá þér?Hvað Spunadís varðar þá er ég að fikra mig að þróa ný form en helsta viðbótin þessa dagana er blúndan. Ég er að leika mér að nota allskonar blúndur sem eru fallegar með satíninu. Hún gefur skemmtilega áferð og gefur hverjum hlut meiri sérstöðu. Blúndur og barnamatur/þú ert að einbeita þér að örðu spennandi verkefni ekki satt?Jú, mikið rétt. Meistaraverkefnið mitt í iðnaðarverkfræði var mjög óhefðbundið. Það innihélt viðskiptaáætlun fyrir íslenskan barnamat, framleiddan á íslandi. Það er mér mikið í mun að íslensk börn hafi góðan aðgang að íslensku hráefni, allan ársins hring. Margir halda eflaust að verkfræðin sé ferköntuð og snúist aðallega um virkjanir og álver. Ég lagði barnamatarhugmynd mína á borð kennara við deildinni og þeir tóku mjög vel í hana og hjálpuðu mér með hana alla leið. Er maturinn kominn á markað?Barnamaturinn fór á markað í Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Hamborgarafabrikkunni og á barnakaffihúsum. Vörunni var mjög vel tekið og var fólk sammála um að þetta var eitthvað sem þörf var á, þó fyrr hefði verið. Með þessu braut ég blað í sögu iðnaðarverkfræðideildar, svo vitað sé því aldrei fyrr hefur vara farið á markað sem var meistaraverkefni við deildina. Viðskiptaáætlunin gaf það hins vegar til kynna að hagstæðara væri að fá stóran aðila með mér í lið. Því leituðum við samtarfskona mín til Sölufélags Garðyrkjumanna og vörpuðum fram þeirri hugmynd að þeir tækju vörumerkið inn til sín en við höfðum áður unnið náið með þeim að þróun og framleiðslu. Þeir gripu hugmyndina fljótt á lofti og nú er von á barnamatnum aftur í verslanir á þessu ári. Við erum að vinna enn frekar að þróun barnamatsins og endurbótum á umbúðum."Hér má sjá Spunadís á facebook.
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira