Kántrýsöngkonan geðþekka Carrie Underwood segist ekki ætla út í barneignir á næstunni.
Hin 29 ára gamla Idol-söngkona giftist NHL hokkýkappanum Mike Fisher í júlí 2010. Hún segir þau vera mjög sátt við stöðu mála eins og er og að barneignir séu ekki í spilunum hjá þeim alveg strax.
„Mér líður vel eins og er. Það er ekkert vit í að vera að eignast börn á meðan hann er á fullu í hokkýí og ég að syngja,“ sagði Underwood í viðtali við sjónvarpsstöðina Extra á Tónlistarhátíð kántrýsöngvara fyrir skömmu.
Börnin mega bíða
