Hvernig getur "Liberal Democrats" lagt grunn að siðbót fyrir íslenskt samfélag Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. febrúar 2012 15:39 Komið hefur fram áður að „Liberal Democrats" standi fyrir lýðfrelsi eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Hugmyndafræðileg leið „Liberaral Democrats" eða lýðfrelsi getur lagt grunn að siðbót í íslensku samfélagi og lagt grunn að því að færa lýðræðislegar áherslur í samfélaginu frá þeim klíku- og hagsmunahópum sem hafa hertekið landið til almennings með auknu stjórnarfarslegu gegnsæi og lýðræðislegum áhrifum í gegnum breytt hugarfar og meiri heiðarleika. Siðbót í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu snýst um að bæta viðskiptasiðferði og koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki geti „keypt" sér alþingismenn og opinbera starfsmenn. Öllum má vera ljóst að „einkennilegir viðskiptahættir" hafa verið áberandi á Íslandi og þetta hefur því miður smitast inn í allt samfélagið. Til að ráðast að rót vandans verður á byrja á stjórnmálunum og stjórnsýslunni í þeirri von að siðbótin smitist síðan út í atvinnulífið og síðan áfram inn í allt samfélagið. Það þarf að skilgreina íslenska orðið „mútur" upp á nýtt". Líta verður svo á að þegar fyrirtæki og einstaklingar eru að kaupa sér velvild þá séu þau í raun að „múta" viðkomandi stjórnmálamanni eða opinbera starfsmanni. Upphæðin skiptir ekki máli og það þarf að stöðva að fyrirtæki og einstaklingar geti og eða reyni að kaupa sér velvild með gjöfum, greiðum eða hlunnindum. Opinberir aðilar þurfa að hætta viðskiptum við þau fyrirtæki sem með óeðlilegum hætti kaupa sér velvild hjá stofnunum og fyrirtækum ríkisins eða eru staðin að ólöglegum stuðningi við stjórnmálamenn. Einnig þarf að taka á því ef opinberir starfsmenn verða uppvísir að því að þiggja slíkar gjafir, boð, greiða eða hlunnindi og þeir missi sína stöðu. Þessi hugmyndafræði og þær siðferðirlegu reglur sem þarf að setja eru í gildi víða í Evrópu. Vinna þarf að því kerfisbundið að slíta tengsl atvinnulífsins við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Til að það gangi þarf að skylda stjórnmálaflokka til að opna sitt bókhald, setja ný lög um prófkjör og fjármögnun á kosningarbaráttu þeirra sem þar bjóða sig þar fram. Rannsakað þarf hverjir bera ábyrgð á hvernig þetta hefur verið framkvæmt og einstaklingar sem brotið hafa af sér þurfa að axla ábyrgð gjörða sinna. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar bera persónulegar gjafir, á stjórnmálamenn eða opinbera starfsmenn, gera þeim greiða eða veita þeim sérstök hlunnindi þá er verið að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Veiði- og utanlandsverðir, að hluta til eða að öllu leiti í boði fyrirtækja og einstaklinga eru mútur. Persónulegar gjafir til stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna eru gjafir þar sem verið er að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Með þessu væri ekki verið að koma í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti þakkað ákveðnum einstaklingum vel unnin störf. Vilji fyrirtæki og einstaklingar gera slíkt þá á að afhenda slíkar gjafir á vinnutíma og afhenda slíkar gjafir með formlegum hætti til Alþingis eða til viðkomandi sveitastjórnar. Sé um opinberan starfsmann að ræða sem einhver vill þakka þá skal sú gjöf afhent í vinnutíma á vinnustað viðkomandi og er hún þá jafnframt til allar samstarfsmanna viðkomandi. Mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn hætti að ganga erinda hverskyns sérhagsmunahópa og að útrýmt verði klíkuskap og vina- og ættdrægni í íslensku samfélagi. Leggja þarf grunn að því að allar ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum verði á faglegum nótum og gera átak til að koma í veg fyrir skattsvik. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi og leggja síðan grunn að alvöru siðbót í samfélaginu. Guðmundur G. Kristinsson Sölu- og markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Komið hefur fram áður að „Liberal Democrats" standi fyrir lýðfrelsi eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Hugmyndafræðileg leið „Liberaral Democrats" eða lýðfrelsi getur lagt grunn að siðbót í íslensku samfélagi og lagt grunn að því að færa lýðræðislegar áherslur í samfélaginu frá þeim klíku- og hagsmunahópum sem hafa hertekið landið til almennings með auknu stjórnarfarslegu gegnsæi og lýðræðislegum áhrifum í gegnum breytt hugarfar og meiri heiðarleika. Siðbót í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu snýst um að bæta viðskiptasiðferði og koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki geti „keypt" sér alþingismenn og opinbera starfsmenn. Öllum má vera ljóst að „einkennilegir viðskiptahættir" hafa verið áberandi á Íslandi og þetta hefur því miður smitast inn í allt samfélagið. Til að ráðast að rót vandans verður á byrja á stjórnmálunum og stjórnsýslunni í þeirri von að siðbótin smitist síðan út í atvinnulífið og síðan áfram inn í allt samfélagið. Það þarf að skilgreina íslenska orðið „mútur" upp á nýtt". Líta verður svo á að þegar fyrirtæki og einstaklingar eru að kaupa sér velvild þá séu þau í raun að „múta" viðkomandi stjórnmálamanni eða opinbera starfsmanni. Upphæðin skiptir ekki máli og það þarf að stöðva að fyrirtæki og einstaklingar geti og eða reyni að kaupa sér velvild með gjöfum, greiðum eða hlunnindum. Opinberir aðilar þurfa að hætta viðskiptum við þau fyrirtæki sem með óeðlilegum hætti kaupa sér velvild hjá stofnunum og fyrirtækum ríkisins eða eru staðin að ólöglegum stuðningi við stjórnmálamenn. Einnig þarf að taka á því ef opinberir starfsmenn verða uppvísir að því að þiggja slíkar gjafir, boð, greiða eða hlunnindi og þeir missi sína stöðu. Þessi hugmyndafræði og þær siðferðirlegu reglur sem þarf að setja eru í gildi víða í Evrópu. Vinna þarf að því kerfisbundið að slíta tengsl atvinnulífsins við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Til að það gangi þarf að skylda stjórnmálaflokka til að opna sitt bókhald, setja ný lög um prófkjör og fjármögnun á kosningarbaráttu þeirra sem þar bjóða sig þar fram. Rannsakað þarf hverjir bera ábyrgð á hvernig þetta hefur verið framkvæmt og einstaklingar sem brotið hafa af sér þurfa að axla ábyrgð gjörða sinna. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar bera persónulegar gjafir, á stjórnmálamenn eða opinbera starfsmenn, gera þeim greiða eða veita þeim sérstök hlunnindi þá er verið að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Veiði- og utanlandsverðir, að hluta til eða að öllu leiti í boði fyrirtækja og einstaklinga eru mútur. Persónulegar gjafir til stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna eru gjafir þar sem verið er að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Með þessu væri ekki verið að koma í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti þakkað ákveðnum einstaklingum vel unnin störf. Vilji fyrirtæki og einstaklingar gera slíkt þá á að afhenda slíkar gjafir á vinnutíma og afhenda slíkar gjafir með formlegum hætti til Alþingis eða til viðkomandi sveitastjórnar. Sé um opinberan starfsmann að ræða sem einhver vill þakka þá skal sú gjöf afhent í vinnutíma á vinnustað viðkomandi og er hún þá jafnframt til allar samstarfsmanna viðkomandi. Mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn hætti að ganga erinda hverskyns sérhagsmunahópa og að útrýmt verði klíkuskap og vina- og ættdrægni í íslensku samfélagi. Leggja þarf grunn að því að allar ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum verði á faglegum nótum og gera átak til að koma í veg fyrir skattsvik. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi og leggja síðan grunn að alvöru siðbót í samfélaginu. Guðmundur G. Kristinsson Sölu- og markaðsstjóri
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar