Hvernig getur "Liberal Democrats" lagt grunn að siðbót fyrir íslenskt samfélag Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. febrúar 2012 15:39 Komið hefur fram áður að „Liberal Democrats" standi fyrir lýðfrelsi eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Hugmyndafræðileg leið „Liberaral Democrats" eða lýðfrelsi getur lagt grunn að siðbót í íslensku samfélagi og lagt grunn að því að færa lýðræðislegar áherslur í samfélaginu frá þeim klíku- og hagsmunahópum sem hafa hertekið landið til almennings með auknu stjórnarfarslegu gegnsæi og lýðræðislegum áhrifum í gegnum breytt hugarfar og meiri heiðarleika. Siðbót í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu snýst um að bæta viðskiptasiðferði og koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki geti „keypt" sér alþingismenn og opinbera starfsmenn. Öllum má vera ljóst að „einkennilegir viðskiptahættir" hafa verið áberandi á Íslandi og þetta hefur því miður smitast inn í allt samfélagið. Til að ráðast að rót vandans verður á byrja á stjórnmálunum og stjórnsýslunni í þeirri von að siðbótin smitist síðan út í atvinnulífið og síðan áfram inn í allt samfélagið. Það þarf að skilgreina íslenska orðið „mútur" upp á nýtt". Líta verður svo á að þegar fyrirtæki og einstaklingar eru að kaupa sér velvild þá séu þau í raun að „múta" viðkomandi stjórnmálamanni eða opinbera starfsmanni. Upphæðin skiptir ekki máli og það þarf að stöðva að fyrirtæki og einstaklingar geti og eða reyni að kaupa sér velvild með gjöfum, greiðum eða hlunnindum. Opinberir aðilar þurfa að hætta viðskiptum við þau fyrirtæki sem með óeðlilegum hætti kaupa sér velvild hjá stofnunum og fyrirtækum ríkisins eða eru staðin að ólöglegum stuðningi við stjórnmálamenn. Einnig þarf að taka á því ef opinberir starfsmenn verða uppvísir að því að þiggja slíkar gjafir, boð, greiða eða hlunnindi og þeir missi sína stöðu. Þessi hugmyndafræði og þær siðferðirlegu reglur sem þarf að setja eru í gildi víða í Evrópu. Vinna þarf að því kerfisbundið að slíta tengsl atvinnulífsins við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Til að það gangi þarf að skylda stjórnmálaflokka til að opna sitt bókhald, setja ný lög um prófkjör og fjármögnun á kosningarbaráttu þeirra sem þar bjóða sig þar fram. Rannsakað þarf hverjir bera ábyrgð á hvernig þetta hefur verið framkvæmt og einstaklingar sem brotið hafa af sér þurfa að axla ábyrgð gjörða sinna. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar bera persónulegar gjafir, á stjórnmálamenn eða opinbera starfsmenn, gera þeim greiða eða veita þeim sérstök hlunnindi þá er verið að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Veiði- og utanlandsverðir, að hluta til eða að öllu leiti í boði fyrirtækja og einstaklinga eru mútur. Persónulegar gjafir til stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna eru gjafir þar sem verið er að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Með þessu væri ekki verið að koma í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti þakkað ákveðnum einstaklingum vel unnin störf. Vilji fyrirtæki og einstaklingar gera slíkt þá á að afhenda slíkar gjafir á vinnutíma og afhenda slíkar gjafir með formlegum hætti til Alþingis eða til viðkomandi sveitastjórnar. Sé um opinberan starfsmann að ræða sem einhver vill þakka þá skal sú gjöf afhent í vinnutíma á vinnustað viðkomandi og er hún þá jafnframt til allar samstarfsmanna viðkomandi. Mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn hætti að ganga erinda hverskyns sérhagsmunahópa og að útrýmt verði klíkuskap og vina- og ættdrægni í íslensku samfélagi. Leggja þarf grunn að því að allar ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum verði á faglegum nótum og gera átak til að koma í veg fyrir skattsvik. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi og leggja síðan grunn að alvöru siðbót í samfélaginu. Guðmundur G. Kristinsson Sölu- og markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Komið hefur fram áður að „Liberal Democrats" standi fyrir lýðfrelsi eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Hugmyndafræðileg leið „Liberaral Democrats" eða lýðfrelsi getur lagt grunn að siðbót í íslensku samfélagi og lagt grunn að því að færa lýðræðislegar áherslur í samfélaginu frá þeim klíku- og hagsmunahópum sem hafa hertekið landið til almennings með auknu stjórnarfarslegu gegnsæi og lýðræðislegum áhrifum í gegnum breytt hugarfar og meiri heiðarleika. Siðbót í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu snýst um að bæta viðskiptasiðferði og koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki geti „keypt" sér alþingismenn og opinbera starfsmenn. Öllum má vera ljóst að „einkennilegir viðskiptahættir" hafa verið áberandi á Íslandi og þetta hefur því miður smitast inn í allt samfélagið. Til að ráðast að rót vandans verður á byrja á stjórnmálunum og stjórnsýslunni í þeirri von að siðbótin smitist síðan út í atvinnulífið og síðan áfram inn í allt samfélagið. Það þarf að skilgreina íslenska orðið „mútur" upp á nýtt". Líta verður svo á að þegar fyrirtæki og einstaklingar eru að kaupa sér velvild þá séu þau í raun að „múta" viðkomandi stjórnmálamanni eða opinbera starfsmanni. Upphæðin skiptir ekki máli og það þarf að stöðva að fyrirtæki og einstaklingar geti og eða reyni að kaupa sér velvild með gjöfum, greiðum eða hlunnindum. Opinberir aðilar þurfa að hætta viðskiptum við þau fyrirtæki sem með óeðlilegum hætti kaupa sér velvild hjá stofnunum og fyrirtækum ríkisins eða eru staðin að ólöglegum stuðningi við stjórnmálamenn. Einnig þarf að taka á því ef opinberir starfsmenn verða uppvísir að því að þiggja slíkar gjafir, boð, greiða eða hlunnindi og þeir missi sína stöðu. Þessi hugmyndafræði og þær siðferðirlegu reglur sem þarf að setja eru í gildi víða í Evrópu. Vinna þarf að því kerfisbundið að slíta tengsl atvinnulífsins við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Til að það gangi þarf að skylda stjórnmálaflokka til að opna sitt bókhald, setja ný lög um prófkjör og fjármögnun á kosningarbaráttu þeirra sem þar bjóða sig þar fram. Rannsakað þarf hverjir bera ábyrgð á hvernig þetta hefur verið framkvæmt og einstaklingar sem brotið hafa af sér þurfa að axla ábyrgð gjörða sinna. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar bera persónulegar gjafir, á stjórnmálamenn eða opinbera starfsmenn, gera þeim greiða eða veita þeim sérstök hlunnindi þá er verið að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Veiði- og utanlandsverðir, að hluta til eða að öllu leiti í boði fyrirtækja og einstaklinga eru mútur. Persónulegar gjafir til stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna eru gjafir þar sem verið er að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Með þessu væri ekki verið að koma í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti þakkað ákveðnum einstaklingum vel unnin störf. Vilji fyrirtæki og einstaklingar gera slíkt þá á að afhenda slíkar gjafir á vinnutíma og afhenda slíkar gjafir með formlegum hætti til Alþingis eða til viðkomandi sveitastjórnar. Sé um opinberan starfsmann að ræða sem einhver vill þakka þá skal sú gjöf afhent í vinnutíma á vinnustað viðkomandi og er hún þá jafnframt til allar samstarfsmanna viðkomandi. Mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn hætti að ganga erinda hverskyns sérhagsmunahópa og að útrýmt verði klíkuskap og vina- og ættdrægni í íslensku samfélagi. Leggja þarf grunn að því að allar ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum verði á faglegum nótum og gera átak til að koma í veg fyrir skattsvik. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi og leggja síðan grunn að alvöru siðbót í samfélaginu. Guðmundur G. Kristinsson Sölu- og markaðsstjóri
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar