Hvernig getur "Liberal Democrats" lagt grunn að siðbót fyrir íslenskt samfélag Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. febrúar 2012 15:39 Komið hefur fram áður að „Liberal Democrats" standi fyrir lýðfrelsi eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Hugmyndafræðileg leið „Liberaral Democrats" eða lýðfrelsi getur lagt grunn að siðbót í íslensku samfélagi og lagt grunn að því að færa lýðræðislegar áherslur í samfélaginu frá þeim klíku- og hagsmunahópum sem hafa hertekið landið til almennings með auknu stjórnarfarslegu gegnsæi og lýðræðislegum áhrifum í gegnum breytt hugarfar og meiri heiðarleika. Siðbót í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu snýst um að bæta viðskiptasiðferði og koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki geti „keypt" sér alþingismenn og opinbera starfsmenn. Öllum má vera ljóst að „einkennilegir viðskiptahættir" hafa verið áberandi á Íslandi og þetta hefur því miður smitast inn í allt samfélagið. Til að ráðast að rót vandans verður á byrja á stjórnmálunum og stjórnsýslunni í þeirri von að siðbótin smitist síðan út í atvinnulífið og síðan áfram inn í allt samfélagið. Það þarf að skilgreina íslenska orðið „mútur" upp á nýtt". Líta verður svo á að þegar fyrirtæki og einstaklingar eru að kaupa sér velvild þá séu þau í raun að „múta" viðkomandi stjórnmálamanni eða opinbera starfsmanni. Upphæðin skiptir ekki máli og það þarf að stöðva að fyrirtæki og einstaklingar geti og eða reyni að kaupa sér velvild með gjöfum, greiðum eða hlunnindum. Opinberir aðilar þurfa að hætta viðskiptum við þau fyrirtæki sem með óeðlilegum hætti kaupa sér velvild hjá stofnunum og fyrirtækum ríkisins eða eru staðin að ólöglegum stuðningi við stjórnmálamenn. Einnig þarf að taka á því ef opinberir starfsmenn verða uppvísir að því að þiggja slíkar gjafir, boð, greiða eða hlunnindi og þeir missi sína stöðu. Þessi hugmyndafræði og þær siðferðirlegu reglur sem þarf að setja eru í gildi víða í Evrópu. Vinna þarf að því kerfisbundið að slíta tengsl atvinnulífsins við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Til að það gangi þarf að skylda stjórnmálaflokka til að opna sitt bókhald, setja ný lög um prófkjör og fjármögnun á kosningarbaráttu þeirra sem þar bjóða sig þar fram. Rannsakað þarf hverjir bera ábyrgð á hvernig þetta hefur verið framkvæmt og einstaklingar sem brotið hafa af sér þurfa að axla ábyrgð gjörða sinna. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar bera persónulegar gjafir, á stjórnmálamenn eða opinbera starfsmenn, gera þeim greiða eða veita þeim sérstök hlunnindi þá er verið að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Veiði- og utanlandsverðir, að hluta til eða að öllu leiti í boði fyrirtækja og einstaklinga eru mútur. Persónulegar gjafir til stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna eru gjafir þar sem verið er að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Með þessu væri ekki verið að koma í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti þakkað ákveðnum einstaklingum vel unnin störf. Vilji fyrirtæki og einstaklingar gera slíkt þá á að afhenda slíkar gjafir á vinnutíma og afhenda slíkar gjafir með formlegum hætti til Alþingis eða til viðkomandi sveitastjórnar. Sé um opinberan starfsmann að ræða sem einhver vill þakka þá skal sú gjöf afhent í vinnutíma á vinnustað viðkomandi og er hún þá jafnframt til allar samstarfsmanna viðkomandi. Mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn hætti að ganga erinda hverskyns sérhagsmunahópa og að útrýmt verði klíkuskap og vina- og ættdrægni í íslensku samfélagi. Leggja þarf grunn að því að allar ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum verði á faglegum nótum og gera átak til að koma í veg fyrir skattsvik. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi og leggja síðan grunn að alvöru siðbót í samfélaginu. Guðmundur G. Kristinsson Sölu- og markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Komið hefur fram áður að „Liberal Democrats" standi fyrir lýðfrelsi eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Hugmyndafræðileg leið „Liberaral Democrats" eða lýðfrelsi getur lagt grunn að siðbót í íslensku samfélagi og lagt grunn að því að færa lýðræðislegar áherslur í samfélaginu frá þeim klíku- og hagsmunahópum sem hafa hertekið landið til almennings með auknu stjórnarfarslegu gegnsæi og lýðræðislegum áhrifum í gegnum breytt hugarfar og meiri heiðarleika. Siðbót í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu snýst um að bæta viðskiptasiðferði og koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki geti „keypt" sér alþingismenn og opinbera starfsmenn. Öllum má vera ljóst að „einkennilegir viðskiptahættir" hafa verið áberandi á Íslandi og þetta hefur því miður smitast inn í allt samfélagið. Til að ráðast að rót vandans verður á byrja á stjórnmálunum og stjórnsýslunni í þeirri von að siðbótin smitist síðan út í atvinnulífið og síðan áfram inn í allt samfélagið. Það þarf að skilgreina íslenska orðið „mútur" upp á nýtt". Líta verður svo á að þegar fyrirtæki og einstaklingar eru að kaupa sér velvild þá séu þau í raun að „múta" viðkomandi stjórnmálamanni eða opinbera starfsmanni. Upphæðin skiptir ekki máli og það þarf að stöðva að fyrirtæki og einstaklingar geti og eða reyni að kaupa sér velvild með gjöfum, greiðum eða hlunnindum. Opinberir aðilar þurfa að hætta viðskiptum við þau fyrirtæki sem með óeðlilegum hætti kaupa sér velvild hjá stofnunum og fyrirtækum ríkisins eða eru staðin að ólöglegum stuðningi við stjórnmálamenn. Einnig þarf að taka á því ef opinberir starfsmenn verða uppvísir að því að þiggja slíkar gjafir, boð, greiða eða hlunnindi og þeir missi sína stöðu. Þessi hugmyndafræði og þær siðferðirlegu reglur sem þarf að setja eru í gildi víða í Evrópu. Vinna þarf að því kerfisbundið að slíta tengsl atvinnulífsins við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Til að það gangi þarf að skylda stjórnmálaflokka til að opna sitt bókhald, setja ný lög um prófkjör og fjármögnun á kosningarbaráttu þeirra sem þar bjóða sig þar fram. Rannsakað þarf hverjir bera ábyrgð á hvernig þetta hefur verið framkvæmt og einstaklingar sem brotið hafa af sér þurfa að axla ábyrgð gjörða sinna. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar bera persónulegar gjafir, á stjórnmálamenn eða opinbera starfsmenn, gera þeim greiða eða veita þeim sérstök hlunnindi þá er verið að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Veiði- og utanlandsverðir, að hluta til eða að öllu leiti í boði fyrirtækja og einstaklinga eru mútur. Persónulegar gjafir til stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna eru gjafir þar sem verið er að kaupa velvild. Að kaupa velvild þarf að skilgreina sem mútur. Með þessu væri ekki verið að koma í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti þakkað ákveðnum einstaklingum vel unnin störf. Vilji fyrirtæki og einstaklingar gera slíkt þá á að afhenda slíkar gjafir á vinnutíma og afhenda slíkar gjafir með formlegum hætti til Alþingis eða til viðkomandi sveitastjórnar. Sé um opinberan starfsmann að ræða sem einhver vill þakka þá skal sú gjöf afhent í vinnutíma á vinnustað viðkomandi og er hún þá jafnframt til allar samstarfsmanna viðkomandi. Mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn hætti að ganga erinda hverskyns sérhagsmunahópa og að útrýmt verði klíkuskap og vina- og ættdrægni í íslensku samfélagi. Leggja þarf grunn að því að allar ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum verði á faglegum nótum og gera átak til að koma í veg fyrir skattsvik. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi og leggja síðan grunn að alvöru siðbót í samfélaginu. Guðmundur G. Kristinsson Sölu- og markaðsstjóri
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar