Erlent

Fiseindir ferðast ekki hraðar en ljósið

Enn á ný virðist Einstein hafa borið sigur úr býtum.
Enn á ný virðist Einstein hafa borið sigur úr býtum. mynd/AFP
Vísindamenn telja að gallaður ljósleiðari hafi orsakað niðurstöður sem bentu til að fiseindir ferðuðust hraðar en ljós. Hefðu niðurstöðurnar verið réttar hefði þetta verið merkilegasta vísindauppgötvun síðustu áratuga.

Atvikið átti sér stað í rannsóknarstöðinni Opera í september á síðasta ári en stöðin er hluti af Stóra sterkeindahraðlinum í Sviss. Eðlisfræðingarnir voru rannsaka þau hamskipti sem fiseindir ganga í gegnum þegar þær nálgast ljóshraða.

Vísindamennirnir ráku því upp stór augu þegar nokkrar fiseindirnar mældust á meiri hraða en ljósið.

Eðlisfræðingar um allan heim hafa rannsakað niðurstöðurnar og eru nú talið að illa frágengnar raflagnir hafi orsakað fyrirbærið.

Samkvæmt afstæðiskenningu Albert Einsteins er ekkert sem ferðast hraðar en ljósið. Staðallíkan eðlisfræðinnar byggir á stórum hluta til á kenningu Einsteins og hefðu niðurstöðurnar því kallað á endurskoðun á nútíma eðlisfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×