Erlent

Mannskæðar sprengjuárásir í Írak

Frá vettvangi í Írak í dag.
Frá vettvangi í Írak í dag. mynd/AP
Að minnsta kosti 50 eru látnir eftir hrynu sprengju- og skotárása í Írak. Árásirnar áttu sér flestar stað við lögreglustöðvar og öryggistálma í hverfum Shia-múslima.

Ellefu létust í og við Bagdad í tveimur sprengjurárásum.

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka umtalsvert og hefur útgöngubanni verið komið á í Bagdad og í borginni Tikrit.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Voðaverkum í Írak hefur fjölgað töluvert síðan bandarískir hermenn voru dregnir úr landinu í desember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×