Innlent

Orkumálastjóri: Fullvissa um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
„Já, nú geta menn með vissu sagt að þarna sé olíu að finna, sem er mikilvægt því fyrirtæki þurfa þessa staðfestingu," segir Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Vísir sagði frá því í morgun að nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu, þar sem Íslendingar gera sér vonir um að olíu sé að finna, gætu rennt stoðum undir þær vonir. Á heimasíðu Orkustofnunar var greint frá rannsóknum tveggja olíuleitarfélaga, TGS og Volcanic Basin Petroleum Research.

Safnað var sýnum úr kílómeters háum hamri á hafsbotni í september síðastliðinn og var meira en 200 kílóum af grjóti og seti safnað. Ummerkin sýndu að þarna var olía úr móðurbergi frá Júratímabilinu (fyrir 200 til 150 milljón árum síðan). Þessar rannsóknir styðja fyrri rannsóknir á svæðinu.

Guðni er sáttur við þessa niðurstöðu, enda gæti hún haft áhrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðina. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðna hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×