Viðskipti innlent

Upplýsingar frá Darling voru innherjaupplýsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu tók Baldur þátt í fundi með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta.
Sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu tók Baldur þátt í fundi með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta. mynd/ AFP.
Hæstiréttur tekur undir öll þau fimm meginsjónarmið sem lágu til grundvallar því að Baldur Guðlaugsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Ein rökin voru þau að Baldur hafi fengið upplýsingar á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Breta, á fundi þann 2. september 2008.

„Þótt þær upplýsingar, sem komu fram á þessum fundi, hafi flestar komið fram áður, svo sem upplýsingar um að flytja innistæður á Icesave-reikningum yfir í dótturfélag í Bretlandi, kom skýrt fram hve alvarleg bresk stjórnvöld töldu stöðuna vera, einkum að því er laut að Landsbanka Íslands hf. ," segir í dómnum.

Hæstiréttur fellst því á með héraðsdómi að upplýsingar um þessa afstöðu breskra stjórnvalda, til viðbótar við þær upplýsingar sem Baldur bjó þegar yfir, séu innherjaupplýsingar í skilningi laga.


Tengdar fréttir

Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni

"Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“

Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá

Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna.

Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór.

Þurftu að laga dóminn yfir Baldri

Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×