Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 14:49 „Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
„Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17
Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00