Að viðurkenna vandann Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og arkitekt skrifa 2. febrúar 2012 11:28 Ég hef áður lýst því hvernig 5 afborganir af litlu láni sem ég var að semja um við Arionbanka eða samtals um 240.000 krónur urðu til þess að heimili mitt átti að fara á nauðungaruppboð og ég lenti hjá umboðsmanni skuldara.Kröfuhafar leysa skuldavanda heimilannaAllir vita að ríkisstjórnin fól kröfuhöfunum að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Og nú höfum við líka fengið upplýst hvernig sá vandi var leystur. Frábært að fela þeim sem þú skuldar að leysa skuldavanda þinn. Þetta þykir sjálfsagt og er eina úrræðið sem heimilum í skuldavanda er boðið upp á fyrir utan að leita á náðir umboðsmanns skuldara. Ég held að stjórnvöld geri sér enga grein fyrir því viðmóti og framkomu sem lántakendur í skuldavanda þurfa að þola af kröfuhöfum eða í hvaða stöðu þau eru búin að koma fólkinu í landinu í. Hagsmunir kröfuhafa og lánþega fara nefnilega ekki saman.Kröfuhafar setja leikreglurnar Þeir sem stjórna fjármálunum, og eiga kröfurnar, setja leikreglurnar fyrir okkur sem eigum að greiða lánin og þessar leikreglur eru einhliða hagstæðar kröfuhöfunum og vægast sagt fjandsamlegar fyrir lántakendur, heimilin í landinu. Verðtryggingin er ein þessara leikreglna og líklega sú versta. Í dag skulda 60.000 fjölskyldur meira en andvirði fasteigna sinna. Með öðrum orðum 60.000 fjölskyldur á Íslandi eiga ekki eignir upp í skuldir - eiga ekki heimilin sín. Það er skuldavandi. Þetta þýðir að um 60.000 heimili á Íslandi eru í raun gjaldþrota. Og þetta á bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Á sama tíma hafa milljarðar verið afskrifaðir hjá útvöldum líka á kostnað þessara sömu heimila.Vaknið! Meðan 60.000 fjölskyldur, 40% þjóðarinnar, sætta sig þegjandi við þetta óréttlæti og láta þetta yfir sig ganga þá breytist ekkert. Meðan kröfuhafar fá óáreittir að stjórna lánum heimilanna breytist ekkert. Það gerist ekkert fyrr en fólkið í landinu opnar augun fyrir óréttlætinu, viðurkennir vandann, mótmælir meðferð kröfuhafa á íslenskum heimilum og fjölskyldum og krefst breytinga. Ísland óbyggilegt efnahagslega Ísland er fallegt og gjöfult land og hér viljum við flest búa. En þeir sem stjórna og hafa stjórnað fjármálunum á Íslandi hafa nánast gert landið óbyggilegt efnahagslega. Þetta eru mannana verk. Þetta eru ekki náttúruhamfarir og þessu þarf að breyta. Þeir sem stjórna fjármálaheiminum ætla ekki að breyta neinu. Ljóst er að stjórnvöld ætla ekkert að gera. Breytingarnar þurfa að gerast að frumkvæði fólksins, lánþeganna, og byrja í hugum fólksins. Hugsanir móta viðhorf og til að breyta viðhorfi þarf að breyta hugsununum. Einungis með breyttu hugarfari næst árangur.Skuldavandi heimilanna óeðlilegur Það er ekki sjálfsagt og eðlilegt að 60.000 heimili á Íslandi eigi ekki eignir fyrir skuldum. Það þarf að breyta viðhorfunum til fjármálakerfisins og kröfuhafanna og fólks í skuldavanda. Það þarf að breyta kerfinu. Breytingarnar gerast aðeins með breyttum hugsunarhætti og viðhorfi fjöldans. Þetta breytta viðhorf þarf að koma frá lántakendum því það kemur ekki frá þeim sem stjórna fjármálunum í landinu. Heimilin í landinu verða að þora að horfast í augu við skuldavandann og hætti að láta kröfuhafana segja sér hvernig eigi að taka á honum. Þetta gerist ekki nema lánþegar standi saman og grípi til aðgerða gegn óréttlátu kerfi kröfuhafa og krefjist breytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður lýst því hvernig 5 afborganir af litlu láni sem ég var að semja um við Arionbanka eða samtals um 240.000 krónur urðu til þess að heimili mitt átti að fara á nauðungaruppboð og ég lenti hjá umboðsmanni skuldara.Kröfuhafar leysa skuldavanda heimilannaAllir vita að ríkisstjórnin fól kröfuhöfunum að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Og nú höfum við líka fengið upplýst hvernig sá vandi var leystur. Frábært að fela þeim sem þú skuldar að leysa skuldavanda þinn. Þetta þykir sjálfsagt og er eina úrræðið sem heimilum í skuldavanda er boðið upp á fyrir utan að leita á náðir umboðsmanns skuldara. Ég held að stjórnvöld geri sér enga grein fyrir því viðmóti og framkomu sem lántakendur í skuldavanda þurfa að þola af kröfuhöfum eða í hvaða stöðu þau eru búin að koma fólkinu í landinu í. Hagsmunir kröfuhafa og lánþega fara nefnilega ekki saman.Kröfuhafar setja leikreglurnar Þeir sem stjórna fjármálunum, og eiga kröfurnar, setja leikreglurnar fyrir okkur sem eigum að greiða lánin og þessar leikreglur eru einhliða hagstæðar kröfuhöfunum og vægast sagt fjandsamlegar fyrir lántakendur, heimilin í landinu. Verðtryggingin er ein þessara leikreglna og líklega sú versta. Í dag skulda 60.000 fjölskyldur meira en andvirði fasteigna sinna. Með öðrum orðum 60.000 fjölskyldur á Íslandi eiga ekki eignir upp í skuldir - eiga ekki heimilin sín. Það er skuldavandi. Þetta þýðir að um 60.000 heimili á Íslandi eru í raun gjaldþrota. Og þetta á bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Á sama tíma hafa milljarðar verið afskrifaðir hjá útvöldum líka á kostnað þessara sömu heimila.Vaknið! Meðan 60.000 fjölskyldur, 40% þjóðarinnar, sætta sig þegjandi við þetta óréttlæti og láta þetta yfir sig ganga þá breytist ekkert. Meðan kröfuhafar fá óáreittir að stjórna lánum heimilanna breytist ekkert. Það gerist ekkert fyrr en fólkið í landinu opnar augun fyrir óréttlætinu, viðurkennir vandann, mótmælir meðferð kröfuhafa á íslenskum heimilum og fjölskyldum og krefst breytinga. Ísland óbyggilegt efnahagslega Ísland er fallegt og gjöfult land og hér viljum við flest búa. En þeir sem stjórna og hafa stjórnað fjármálunum á Íslandi hafa nánast gert landið óbyggilegt efnahagslega. Þetta eru mannana verk. Þetta eru ekki náttúruhamfarir og þessu þarf að breyta. Þeir sem stjórna fjármálaheiminum ætla ekki að breyta neinu. Ljóst er að stjórnvöld ætla ekkert að gera. Breytingarnar þurfa að gerast að frumkvæði fólksins, lánþeganna, og byrja í hugum fólksins. Hugsanir móta viðhorf og til að breyta viðhorfi þarf að breyta hugsununum. Einungis með breyttu hugarfari næst árangur.Skuldavandi heimilanna óeðlilegur Það er ekki sjálfsagt og eðlilegt að 60.000 heimili á Íslandi eigi ekki eignir fyrir skuldum. Það þarf að breyta viðhorfunum til fjármálakerfisins og kröfuhafanna og fólks í skuldavanda. Það þarf að breyta kerfinu. Breytingarnar gerast aðeins með breyttum hugsunarhætti og viðhorfi fjöldans. Þetta breytta viðhorf þarf að koma frá lántakendum því það kemur ekki frá þeim sem stjórna fjármálunum í landinu. Heimilin í landinu verða að þora að horfast í augu við skuldavandann og hætti að láta kröfuhafana segja sér hvernig eigi að taka á honum. Þetta gerist ekki nema lánþegar standi saman og grípi til aðgerða gegn óréttlátu kerfi kröfuhafa og krefjist breytinga.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar