Að viðurkenna vandann Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og arkitekt skrifa 2. febrúar 2012 11:28 Ég hef áður lýst því hvernig 5 afborganir af litlu láni sem ég var að semja um við Arionbanka eða samtals um 240.000 krónur urðu til þess að heimili mitt átti að fara á nauðungaruppboð og ég lenti hjá umboðsmanni skuldara.Kröfuhafar leysa skuldavanda heimilannaAllir vita að ríkisstjórnin fól kröfuhöfunum að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Og nú höfum við líka fengið upplýst hvernig sá vandi var leystur. Frábært að fela þeim sem þú skuldar að leysa skuldavanda þinn. Þetta þykir sjálfsagt og er eina úrræðið sem heimilum í skuldavanda er boðið upp á fyrir utan að leita á náðir umboðsmanns skuldara. Ég held að stjórnvöld geri sér enga grein fyrir því viðmóti og framkomu sem lántakendur í skuldavanda þurfa að þola af kröfuhöfum eða í hvaða stöðu þau eru búin að koma fólkinu í landinu í. Hagsmunir kröfuhafa og lánþega fara nefnilega ekki saman.Kröfuhafar setja leikreglurnar Þeir sem stjórna fjármálunum, og eiga kröfurnar, setja leikreglurnar fyrir okkur sem eigum að greiða lánin og þessar leikreglur eru einhliða hagstæðar kröfuhöfunum og vægast sagt fjandsamlegar fyrir lántakendur, heimilin í landinu. Verðtryggingin er ein þessara leikreglna og líklega sú versta. Í dag skulda 60.000 fjölskyldur meira en andvirði fasteigna sinna. Með öðrum orðum 60.000 fjölskyldur á Íslandi eiga ekki eignir upp í skuldir - eiga ekki heimilin sín. Það er skuldavandi. Þetta þýðir að um 60.000 heimili á Íslandi eru í raun gjaldþrota. Og þetta á bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Á sama tíma hafa milljarðar verið afskrifaðir hjá útvöldum líka á kostnað þessara sömu heimila.Vaknið! Meðan 60.000 fjölskyldur, 40% þjóðarinnar, sætta sig þegjandi við þetta óréttlæti og láta þetta yfir sig ganga þá breytist ekkert. Meðan kröfuhafar fá óáreittir að stjórna lánum heimilanna breytist ekkert. Það gerist ekkert fyrr en fólkið í landinu opnar augun fyrir óréttlætinu, viðurkennir vandann, mótmælir meðferð kröfuhafa á íslenskum heimilum og fjölskyldum og krefst breytinga. Ísland óbyggilegt efnahagslega Ísland er fallegt og gjöfult land og hér viljum við flest búa. En þeir sem stjórna og hafa stjórnað fjármálunum á Íslandi hafa nánast gert landið óbyggilegt efnahagslega. Þetta eru mannana verk. Þetta eru ekki náttúruhamfarir og þessu þarf að breyta. Þeir sem stjórna fjármálaheiminum ætla ekki að breyta neinu. Ljóst er að stjórnvöld ætla ekkert að gera. Breytingarnar þurfa að gerast að frumkvæði fólksins, lánþeganna, og byrja í hugum fólksins. Hugsanir móta viðhorf og til að breyta viðhorfi þarf að breyta hugsununum. Einungis með breyttu hugarfari næst árangur.Skuldavandi heimilanna óeðlilegur Það er ekki sjálfsagt og eðlilegt að 60.000 heimili á Íslandi eigi ekki eignir fyrir skuldum. Það þarf að breyta viðhorfunum til fjármálakerfisins og kröfuhafanna og fólks í skuldavanda. Það þarf að breyta kerfinu. Breytingarnar gerast aðeins með breyttum hugsunarhætti og viðhorfi fjöldans. Þetta breytta viðhorf þarf að koma frá lántakendum því það kemur ekki frá þeim sem stjórna fjármálunum í landinu. Heimilin í landinu verða að þora að horfast í augu við skuldavandann og hætti að láta kröfuhafana segja sér hvernig eigi að taka á honum. Þetta gerist ekki nema lánþegar standi saman og grípi til aðgerða gegn óréttlátu kerfi kröfuhafa og krefjist breytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Ég hef áður lýst því hvernig 5 afborganir af litlu láni sem ég var að semja um við Arionbanka eða samtals um 240.000 krónur urðu til þess að heimili mitt átti að fara á nauðungaruppboð og ég lenti hjá umboðsmanni skuldara.Kröfuhafar leysa skuldavanda heimilannaAllir vita að ríkisstjórnin fól kröfuhöfunum að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Og nú höfum við líka fengið upplýst hvernig sá vandi var leystur. Frábært að fela þeim sem þú skuldar að leysa skuldavanda þinn. Þetta þykir sjálfsagt og er eina úrræðið sem heimilum í skuldavanda er boðið upp á fyrir utan að leita á náðir umboðsmanns skuldara. Ég held að stjórnvöld geri sér enga grein fyrir því viðmóti og framkomu sem lántakendur í skuldavanda þurfa að þola af kröfuhöfum eða í hvaða stöðu þau eru búin að koma fólkinu í landinu í. Hagsmunir kröfuhafa og lánþega fara nefnilega ekki saman.Kröfuhafar setja leikreglurnar Þeir sem stjórna fjármálunum, og eiga kröfurnar, setja leikreglurnar fyrir okkur sem eigum að greiða lánin og þessar leikreglur eru einhliða hagstæðar kröfuhöfunum og vægast sagt fjandsamlegar fyrir lántakendur, heimilin í landinu. Verðtryggingin er ein þessara leikreglna og líklega sú versta. Í dag skulda 60.000 fjölskyldur meira en andvirði fasteigna sinna. Með öðrum orðum 60.000 fjölskyldur á Íslandi eiga ekki eignir upp í skuldir - eiga ekki heimilin sín. Það er skuldavandi. Þetta þýðir að um 60.000 heimili á Íslandi eru í raun gjaldþrota. Og þetta á bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Á sama tíma hafa milljarðar verið afskrifaðir hjá útvöldum líka á kostnað þessara sömu heimila.Vaknið! Meðan 60.000 fjölskyldur, 40% þjóðarinnar, sætta sig þegjandi við þetta óréttlæti og láta þetta yfir sig ganga þá breytist ekkert. Meðan kröfuhafar fá óáreittir að stjórna lánum heimilanna breytist ekkert. Það gerist ekkert fyrr en fólkið í landinu opnar augun fyrir óréttlætinu, viðurkennir vandann, mótmælir meðferð kröfuhafa á íslenskum heimilum og fjölskyldum og krefst breytinga. Ísland óbyggilegt efnahagslega Ísland er fallegt og gjöfult land og hér viljum við flest búa. En þeir sem stjórna og hafa stjórnað fjármálunum á Íslandi hafa nánast gert landið óbyggilegt efnahagslega. Þetta eru mannana verk. Þetta eru ekki náttúruhamfarir og þessu þarf að breyta. Þeir sem stjórna fjármálaheiminum ætla ekki að breyta neinu. Ljóst er að stjórnvöld ætla ekkert að gera. Breytingarnar þurfa að gerast að frumkvæði fólksins, lánþeganna, og byrja í hugum fólksins. Hugsanir móta viðhorf og til að breyta viðhorfi þarf að breyta hugsununum. Einungis með breyttu hugarfari næst árangur.Skuldavandi heimilanna óeðlilegur Það er ekki sjálfsagt og eðlilegt að 60.000 heimili á Íslandi eigi ekki eignir fyrir skuldum. Það þarf að breyta viðhorfunum til fjármálakerfisins og kröfuhafanna og fólks í skuldavanda. Það þarf að breyta kerfinu. Breytingarnar gerast aðeins með breyttum hugsunarhætti og viðhorfi fjöldans. Þetta breytta viðhorf þarf að koma frá lántakendum því það kemur ekki frá þeim sem stjórna fjármálunum í landinu. Heimilin í landinu verða að þora að horfast í augu við skuldavandann og hætti að láta kröfuhafana segja sér hvernig eigi að taka á honum. Þetta gerist ekki nema lánþegar standi saman og grípi til aðgerða gegn óréttlátu kerfi kröfuhafa og krefjist breytinga.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun