Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ákvað í dag að allar eigur íranska ríkisins í Bandaríkjunum skuli frystar. Þannig hefur Obama sett harðari þvinganir á írönsk stjórnvöld, þar með talið seðlabankann.
Áhyggjur Ísraelsmanna og Vesturlanda hafa aukist af því að Íranar séu að þróa með sér kjarnorkuvopn, þótt stjórnvöld þar í landi segja að kjarnorkuáætlanir þeirra séu friðsælar.
Bandaríkin höfðu sett þvinganir á Írana í lok síðasta árs en þær aðgerðir náðu ekki til seðlabankans.

