Erlent

Liggur enn milli heims og helju eftir skotárás á Grænlandi

Einn af þeim fimm einstaklingum sem urðu fyrir skotárás tvítugs manns í litlu þorpi á Grænlandi í gærdag liggur nú milli heims og helju á Dronnings Ingrid sjúkrahúsinu í Nuuk.

Læknar hafa barist í alla nótt við að halda honum á lífi en í fréttum danskra fjölmiðla í morgun kemur fram að litlar líkur séu taldar á að hann lifi af aðgerðina sem hann er í núna.

Eins og fram hefur komið í fréttum skaut maðurinn þrjá til bana og særði tvo í skotárásinni. Ástæður fyrir árásinni eru enn óljósar en í grænlenskum fjölmiðlum er sagt að um fjölskylduharmleik hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×