Versti dagur Samfylkingarinnar Einar Pétur Heiðarsson skrifar 31. janúar 2012 13:38 Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera stuðningsmaður Samfylkingarinnar síðustu fimm árin. Þó svo að baráttumálin og markmiðin séu skýr, aukinn jöfnuður, jafnrétti og réttlæti, umhverfisvernd, efnahagslegur stöðugleiki, innganga í ESB og upptaka evru, svo eitthvað sé nefnt, þá hefur ekki alltaf tekist að fylgja þeim hugsjónum eftir. Í raun er það þó ekki vandamálið. Allir sem fylgjast með stjórnmálum gera sér grein fyrir því að stjórnmál eru leið samninga og sátta. Fáir stjórnmálaflokkar á vesturlöndum hafa kjörfylgi og áhrif til þess að hrinda öllum sínum hugsjónum í framkvæmd. Það er helst að breska kosningakerfið, með sín einmenningskjördæmi, skapi slíkar aðstæður. En jafnvel í því kerfi byggjast stjórnmálin á samningum og málamiðlunum. Flokkarnir eru vissulega færri en samningaviðræðurnar fara þá fram innan flokkanna þar sem hver þingmaður þarf að taka tillit til kjósenda sinna vilji hann tryggja sér áframhaldandi þingsetu. Það má því öllum vera ljóst að stjórnmál í lýðræðisþjóðfélagi eru enginn einsöngur. Stjórnmál eru kórsöngur og þegar vel tekst til myndar kórinn fallega harmoníu eða samhljóm. Þegar illa gengur minnir söngurinn á kakófóníu. Það er þó mun algengara að líkja stjórnmálunum við baráttu frekar en við söng. Hugsjónin er söngur en veruleikinn stríð. Á vettvangi stjórnmálanna takast á ólíkir hagsmunir og mismunandi hagsmunamat. Um þetta snýst stjórnmálabaráttan og í þessu ljósi verður að meta átökin á milli Samfylkingarinnar og VG. Þau eru í raun fullkomlega eðlileg. En aftur að Samfylkingunni og hennar axarsköftum. Frá því vorið 2007, þegar Samfylkingin myndaði verstu ríkisstjórn allra tíma með Sjálfstæðisflokki, hefur hún ítrekað gleymt hugsjónum sínum og hunsað þá staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Hugsjónin um jöfnuð og réttlæti öllum til handa er vegin og metin eftir því hver á í hlut. En það er alls ekki réttlæti. Það sem aðeins gengur yfir suma en aðra ekki er ekkert réttlæti. Þegar Samfylkingin sendi einn fulltrúa verstu ríkisstjórnar allra tíma á Íslandi fyrir landsdóm, en hélt hlífiskildi yfir sínum flokksmönnum, þá féll hún á prófinu. Það var versti dagur Samfylkingarinar. Þessi einstaki atburður mun verða minnismerki hennar á þessu kjörtímabili en ekki sá sem hún hugði: að tekist hefði að mynda fyrstu „hreinu vinstri stjórn" á Íslandi. Hverjum er ekki sama um millifyrirsagnir í sögubókum framtíðarinnar? Stjórnmálaflokkur sem skipar rannsóknarnefnd um orsakir hrunsins en hunsar niðurstöður hennar og hlífir eigin flokksmönnum við afleiðingum gjörða sinna, og kýs þá jafnvel aftur á þing og heldur áfram að treysta þeim fyrir velferð þjóðarinnar, sá stjórnmálaflokkur hefur gleymt þeirri staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Og enn verri er sá einstaki stjórnmálamaður sem ekki þekkir sinn vitjunartíma í þessu samhengi. Hann vinnur margfalt meira tjón en gagn með setu sinni á Alþingi og grefur undan trúverðugleika þeirra mála sem hann þó telur sig vera að tala fyrir. Þessi barátta snýst ekki aðeins um orð og gjörðir, hún snýst líka um traust. Hver treystir þeim sem dæmir aðra en hlífir sjálfum sér? Hver kýs flokk sem hann treystir ekki og það jafnvel þó að viðkomandi sé sammála hugsjónum flokksins? Vissulega hefur Samfylkingin gert margt gott á síðustu árum og ekki hafa verkefnin verið auðveld eða aðstæður góðar. Í raun má segja að henni hafi tekist mjög vel upp við ákaflega erfiðar aðstæður. En hvaða máli skiptir það fyrir framtíð Samfylkingarinnar og framgang þeirra stóru mála sem ná yfir mörg kjörtímabil? Sá árangur verður að engu og verk hennar verða ekki metin að verðleikum ef traustið er ekki til staðar. Það kemur því vel á vondan að Samfylkingin þurfi að endurnýja kynnin við sín verstu mistök á þessu kjörtímabili. Réttast hefði verið að fara að niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og ákæra ráðherrana fjóra. Með óábyrgri málsmeðferð var Samfylkingin að rétta andstæðingum sínum vopnin upp í hendurnar og biðja um að þeim verði beitt gegn henni sjálfri. Það er lítil stjórnkænska. Einar Pétur Heiðarsson, meistaranemi í alþjóðasamskiptum og verkefnastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera stuðningsmaður Samfylkingarinnar síðustu fimm árin. Þó svo að baráttumálin og markmiðin séu skýr, aukinn jöfnuður, jafnrétti og réttlæti, umhverfisvernd, efnahagslegur stöðugleiki, innganga í ESB og upptaka evru, svo eitthvað sé nefnt, þá hefur ekki alltaf tekist að fylgja þeim hugsjónum eftir. Í raun er það þó ekki vandamálið. Allir sem fylgjast með stjórnmálum gera sér grein fyrir því að stjórnmál eru leið samninga og sátta. Fáir stjórnmálaflokkar á vesturlöndum hafa kjörfylgi og áhrif til þess að hrinda öllum sínum hugsjónum í framkvæmd. Það er helst að breska kosningakerfið, með sín einmenningskjördæmi, skapi slíkar aðstæður. En jafnvel í því kerfi byggjast stjórnmálin á samningum og málamiðlunum. Flokkarnir eru vissulega færri en samningaviðræðurnar fara þá fram innan flokkanna þar sem hver þingmaður þarf að taka tillit til kjósenda sinna vilji hann tryggja sér áframhaldandi þingsetu. Það má því öllum vera ljóst að stjórnmál í lýðræðisþjóðfélagi eru enginn einsöngur. Stjórnmál eru kórsöngur og þegar vel tekst til myndar kórinn fallega harmoníu eða samhljóm. Þegar illa gengur minnir söngurinn á kakófóníu. Það er þó mun algengara að líkja stjórnmálunum við baráttu frekar en við söng. Hugsjónin er söngur en veruleikinn stríð. Á vettvangi stjórnmálanna takast á ólíkir hagsmunir og mismunandi hagsmunamat. Um þetta snýst stjórnmálabaráttan og í þessu ljósi verður að meta átökin á milli Samfylkingarinnar og VG. Þau eru í raun fullkomlega eðlileg. En aftur að Samfylkingunni og hennar axarsköftum. Frá því vorið 2007, þegar Samfylkingin myndaði verstu ríkisstjórn allra tíma með Sjálfstæðisflokki, hefur hún ítrekað gleymt hugsjónum sínum og hunsað þá staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Hugsjónin um jöfnuð og réttlæti öllum til handa er vegin og metin eftir því hver á í hlut. En það er alls ekki réttlæti. Það sem aðeins gengur yfir suma en aðra ekki er ekkert réttlæti. Þegar Samfylkingin sendi einn fulltrúa verstu ríkisstjórnar allra tíma á Íslandi fyrir landsdóm, en hélt hlífiskildi yfir sínum flokksmönnum, þá féll hún á prófinu. Það var versti dagur Samfylkingarinar. Þessi einstaki atburður mun verða minnismerki hennar á þessu kjörtímabili en ekki sá sem hún hugði: að tekist hefði að mynda fyrstu „hreinu vinstri stjórn" á Íslandi. Hverjum er ekki sama um millifyrirsagnir í sögubókum framtíðarinnar? Stjórnmálaflokkur sem skipar rannsóknarnefnd um orsakir hrunsins en hunsar niðurstöður hennar og hlífir eigin flokksmönnum við afleiðingum gjörða sinna, og kýs þá jafnvel aftur á þing og heldur áfram að treysta þeim fyrir velferð þjóðarinnar, sá stjórnmálaflokkur hefur gleymt þeirri staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Og enn verri er sá einstaki stjórnmálamaður sem ekki þekkir sinn vitjunartíma í þessu samhengi. Hann vinnur margfalt meira tjón en gagn með setu sinni á Alþingi og grefur undan trúverðugleika þeirra mála sem hann þó telur sig vera að tala fyrir. Þessi barátta snýst ekki aðeins um orð og gjörðir, hún snýst líka um traust. Hver treystir þeim sem dæmir aðra en hlífir sjálfum sér? Hver kýs flokk sem hann treystir ekki og það jafnvel þó að viðkomandi sé sammála hugsjónum flokksins? Vissulega hefur Samfylkingin gert margt gott á síðustu árum og ekki hafa verkefnin verið auðveld eða aðstæður góðar. Í raun má segja að henni hafi tekist mjög vel upp við ákaflega erfiðar aðstæður. En hvaða máli skiptir það fyrir framtíð Samfylkingarinnar og framgang þeirra stóru mála sem ná yfir mörg kjörtímabil? Sá árangur verður að engu og verk hennar verða ekki metin að verðleikum ef traustið er ekki til staðar. Það kemur því vel á vondan að Samfylkingin þurfi að endurnýja kynnin við sín verstu mistök á þessu kjörtímabili. Réttast hefði verið að fara að niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og ákæra ráðherrana fjóra. Með óábyrgri málsmeðferð var Samfylkingin að rétta andstæðingum sínum vopnin upp í hendurnar og biðja um að þeim verði beitt gegn henni sjálfri. Það er lítil stjórnkænska. Einar Pétur Heiðarsson, meistaranemi í alþjóðasamskiptum og verkefnastjórnun.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun