Erlent

Vetrarhörkur og blindbylur valda neyðarástandi í Washingtonríki

Blindbylur og miklar vetrarhörkur í norðvesturhluta Bandaríkjanna hafa leitt til þess að ríkisstjóri Washington ríkis hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Þar eru nú 120.000 manns án rafmagns í kuldanum.

Þetta veður hefur leitt til þess að vegir eru lokaðir, sem og flugvellir, skólar og mörg fyrirtæki. Alþjóðaflugvöllurinn í Seattle er lokaður en þar er mjög þykkt lag af snjó yfir vellinum og segja forráðamenn hans að ástandið hafi ekki verið verra síðan árið 1954.

Norðar eða í Alaska eru margir bæir innilokaðir vegna mikillar snjókomu. Verst er ástandið í borginni Valdez en þar hefur fallið snjór undanfarna daga sem jafngildir 9 metra djúpum jafnföllnum snjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×