Kæri herra Jón Heiða Sigurjónsdóttir skrifar 18. janúar 2012 14:06 Ég er leikskólakennari. Ég er ákaflega stolt af minni fagstétt og enn stoltari af börnunum „mínum" sem ég hitti á hverjum degi - framtíð landsins. Undanfarna mánuði hef ég oft orðið döpur í hjartanu yfir ummælum sem hafa fallið í sambandi við mína stétt og það starf sem við vinnum. Það stakk mig óneitanlega í hjartað að lesa svör þín við spurningum í beinni línu á DV (birtist einnig í helgarblaði DV þann 14. janúar). Ég leyfi mér að fullyrða að þar farir þú hreinlega með rangt mál. Ég ætla að segja þér smá sögu. Morgnarnir í leikskólanum eru annasamir. Börnin tínast inn milli 8 og 9, þau fá sér morgunmat og leika sér við vini sína. Um kl. 9 byrjar skipulagt starf. Það er samverustund, svo er hópastarf, því næst ávaxtastund og loks fá börnin að fara út að leika sér ef vel viðrar. Starfsfólk fer í kaffi og um kl. 11 er komið að því að taka börnin inn. Þau eru köld og blaut eftir blautan snjóinn. Loks eru allir komnir inn, búnir að fá hreina bleyju og pissa og klukkan orðin 11:30. Ahh, þá er best að ég og hinn leikskólakennarinn á deildinni skreppum á salatbarinn og fáum okkur góðan hádegismat í ró og næði og komum svo endurnærð til baka kl. 12:00. En nei, bíddu við. Þá eru bara tveir starfsmenn eftir til að sinna öllum átján börnunum. Það gengur ekki svo við setjumst glöð og borðum hádegismatinn með börnunum. Þá komum við að kjarna málsins. Í þessari beinu línu ertu spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að hætta að greiða leikskólakennurum fyrir að borða með börnunum. Þú svarar að við fáum greitt fyrir það. Það er vissulega rétt - ennþá. Þú segir líka: „Það var alltaf skýrt af hálfu samninganefndar borgarinnar að ef launahækkunin kæmi til myndi þessi yfirborgun falla niður". Ef mínir félagar í FL hefðu heyrt um þetta þá hefðu þessir samningar líklega aldrei verið samþykktir, ekki með þessum formerkjum. Gleymdist kannski alveg að segja þetta upphátt? Var þetta alveg skýrt í ykkar huga, en ekki í orðum? En það sem mér finnst verst af öllu er að þú segir að „Yfirborganir sem leikskólakennarar höfðu haft í Reykjavík, einu sveitarfélaga, gengu inn í kjarasamninga". Þetta finnst mér ótrúlega ósanngjarnt gagnvart þeim félagsmönnum sem eru svo óheppnir að vinna ekki hjá hinni réttlátu og fórnfúsu Reykjavíkurborg, sem ætlaði að gera allt til að vernda neysluhléið (meira að segja sameina skóla til hagræðingar). Það er ekki inni í þeim kjarasamningi sem ég samþykkti í haust að allir leikskólakennarar fái neysluhléið greitt. Það var ósk allra. Ég veit að samninganefnd Félags leikskólakennara lagði sig alla fram til að fá það í gegn snemma í samningaferlinu að allir leikskólakennarar á landinu fengju greitt sérstaklega fyrir að borða með börnunum. Því var hins vegar hafnað. Svo, kæri Jón minn, viltu reyna að hafa staðreyndir á hreinu þegar þú svarar spurningum á opinberum vettvangi? Það er líka allt í lagi að segja: „ég er bara ekki nægilega vel að mér í þessum málum til að ég geti svarað þeim á ábyrgan hátt, ég skal kanna málið og svara síðar". Bestu kveðjur, Heiða Sigurjónsdóttir. Leikskólakennari / deildarstjóri í leikskólanum Jörfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari. Ég er ákaflega stolt af minni fagstétt og enn stoltari af börnunum „mínum" sem ég hitti á hverjum degi - framtíð landsins. Undanfarna mánuði hef ég oft orðið döpur í hjartanu yfir ummælum sem hafa fallið í sambandi við mína stétt og það starf sem við vinnum. Það stakk mig óneitanlega í hjartað að lesa svör þín við spurningum í beinni línu á DV (birtist einnig í helgarblaði DV þann 14. janúar). Ég leyfi mér að fullyrða að þar farir þú hreinlega með rangt mál. Ég ætla að segja þér smá sögu. Morgnarnir í leikskólanum eru annasamir. Börnin tínast inn milli 8 og 9, þau fá sér morgunmat og leika sér við vini sína. Um kl. 9 byrjar skipulagt starf. Það er samverustund, svo er hópastarf, því næst ávaxtastund og loks fá börnin að fara út að leika sér ef vel viðrar. Starfsfólk fer í kaffi og um kl. 11 er komið að því að taka börnin inn. Þau eru köld og blaut eftir blautan snjóinn. Loks eru allir komnir inn, búnir að fá hreina bleyju og pissa og klukkan orðin 11:30. Ahh, þá er best að ég og hinn leikskólakennarinn á deildinni skreppum á salatbarinn og fáum okkur góðan hádegismat í ró og næði og komum svo endurnærð til baka kl. 12:00. En nei, bíddu við. Þá eru bara tveir starfsmenn eftir til að sinna öllum átján börnunum. Það gengur ekki svo við setjumst glöð og borðum hádegismatinn með börnunum. Þá komum við að kjarna málsins. Í þessari beinu línu ertu spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að hætta að greiða leikskólakennurum fyrir að borða með börnunum. Þú svarar að við fáum greitt fyrir það. Það er vissulega rétt - ennþá. Þú segir líka: „Það var alltaf skýrt af hálfu samninganefndar borgarinnar að ef launahækkunin kæmi til myndi þessi yfirborgun falla niður". Ef mínir félagar í FL hefðu heyrt um þetta þá hefðu þessir samningar líklega aldrei verið samþykktir, ekki með þessum formerkjum. Gleymdist kannski alveg að segja þetta upphátt? Var þetta alveg skýrt í ykkar huga, en ekki í orðum? En það sem mér finnst verst af öllu er að þú segir að „Yfirborganir sem leikskólakennarar höfðu haft í Reykjavík, einu sveitarfélaga, gengu inn í kjarasamninga". Þetta finnst mér ótrúlega ósanngjarnt gagnvart þeim félagsmönnum sem eru svo óheppnir að vinna ekki hjá hinni réttlátu og fórnfúsu Reykjavíkurborg, sem ætlaði að gera allt til að vernda neysluhléið (meira að segja sameina skóla til hagræðingar). Það er ekki inni í þeim kjarasamningi sem ég samþykkti í haust að allir leikskólakennarar fái neysluhléið greitt. Það var ósk allra. Ég veit að samninganefnd Félags leikskólakennara lagði sig alla fram til að fá það í gegn snemma í samningaferlinu að allir leikskólakennarar á landinu fengju greitt sérstaklega fyrir að borða með börnunum. Því var hins vegar hafnað. Svo, kæri Jón minn, viltu reyna að hafa staðreyndir á hreinu þegar þú svarar spurningum á opinberum vettvangi? Það er líka allt í lagi að segja: „ég er bara ekki nægilega vel að mér í þessum málum til að ég geti svarað þeim á ábyrgan hátt, ég skal kanna málið og svara síðar". Bestu kveðjur, Heiða Sigurjónsdóttir. Leikskólakennari / deildarstjóri í leikskólanum Jörfa.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar