Erlent

Dæmdur til dauða í Íran

Saeed Malekpou
Saeed Malekpou
Íranskur tölvunarfræðingur hefur verið dæmdur til dauða en hann var fundinn sekur um að hafa framleitt og auglýst klám.

Saeed Malekpour var handtekinn árið 2008 og var fluttur í Evin fangelsið í Teheran. Hann var umsvifalaust færður í einangrun og var þar í eitt ár. Hann fékk ekki að tala við lögfræðing sinn eða fjölskyldu á meðan einangruninni stóð.

Stuttu eftir að Malekpour var látinn laus úr einangrun játaði hann glæpi sína í sjónvarpsviðtali. Hann dró síðan játninguna til baka og sagði að lögreglumenn hefðu neytt hann til að gangast við ásökunum.

Áður en Malekpour var handtekinn hafði hann búið í Kanada í mörg ár. Hann segist hafa hannað ljósmyndaforrit sem klámsíður hafi síðan notað til að birta klámfengnar myndir á internetinu.

Talið er að Malekpour verði tekinn af lífi á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×