Erlent

Berbrjósta kona birtist í fréttum Channel 4

Úr þættinum Shameless.
Úr þættinum Shameless. mynd/channel 4
Nakin kona birtist óvart í umfjöllun Channel 4 um Ed Miliband leiðtoga  Verkamannaflokksins í Bretlandi í gær. Sjónvarpsstöðin hefur beðist afsökunar á atvikinu.

Þáttastjórnandinn John MacKay var í hrókasamræðum við álitsgjafann Dan Hodges þegar konan birtist í bakgrunninum. Í útskýringu Channel 4 kemur fram að myndbrotið hafi verið úr þættinum Shameless.

Framleiðendur Channel 4 tóku ekki eftir berbrjósta dömunni og var hún því á skjánum í þó nokkra stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×