Lífið

Frumflytur nýtt lag

nýtt lag Hljómsveitin Blur ætlar að frumflytja nýtt lag í sumar.
nýtt lag Hljómsveitin Blur ætlar að frumflytja nýtt lag í sumar. mynd/film magic
Hljómsveitin Blur ætlar að frumflytja nýtt lag á lokaathöfn Ólympíuleikanna í London í sumar. Þetta upplýsti bassaleikarinn Alex James í sjónvarpsþættinum Top Gear. „Við ætlum að afhjúpa nýtt lag. Ég hlustaði á það í morgun,“ sagði James og bætti við að lagið hljómaði eins og tilfinningaríkur sálmur.

Blur frumflutti annað nýtt lag á dögunum, Under the Westway, sem var það fyrsta síðan Fool"s Day kom út fyrir tveimur árum. Sveitin spilar í Hyde Park 12. ágúst á lokahátíð Ólympíuleikanna ásamt New Order og The Specials.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.