Of fáir notuðu nemakort Strætó BBI skrifar 20. ágúst 2012 17:06 Mynd/Hari Einar Örn BenediktssonMynd/GVA Nú þegar skólastarf á landinu er að hefjast reka framhalds- og háskólanemar sig á að verð á nemakortum í strætó hefur nánast tvöfaldast frá því í fyrra. Einar Örn Benediktsson, stjórnarmaður Strætó og borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að ákvörðunin hafi verið nauðsynleg þar sem of fáir nemendur notuðu kortið. Kortin kostuðu í fyrra 20 þúsund krónur og giltu í 9 mánuði. Nú kosta þau 38.500 og gilda í heilt ár. „Árið 2007 ákváðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að leggja í ákveðið tilraunaverkefni til að fá ungt fólk til að skilja einkabílinn meira eftir heima og nota strætó. Áætlunin var að fá 14 þúsund manns til að nota kortin en það voru ekki nema 7 þúsund sem gerðu það. Nú þykir verkefnið hafa mistekist og sveitarfélögin hafa dregið sig út úr því að einhverju eða öllu leyti," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó. Þar að auki barst álit frá umboðsmanni barna á síðasta ári þar sem bent var á að mismunun milli barna fælist í því að gera háskóla- og framhaldsnemum kleift að kaupa nemakort meðan grunnskólabörn þyrftu að borga meira fyrir sín kort. „Út af þessu urðum við að hækka gjöldin þó það væri fúlt," segir Einar. Hjá Strætó er markvisst stefnt að því að auka hlut farþega í fargjöldunum. Nú standa farþegar undir um það bil 25% af kostnaðarverði þjónustunnar miðað við 40-50% í öðrum löndum. Þessi hækkun er þáttur í umræddri stefnu, segir Reynir. Einar bendir á þær jákvæðu fréttir að með vetraráætlun strætó sé tíðni ferða strætó aukin og vagnarnir aki lengur á kvöldin. Tíðni ferða strætó var skorin niður fyrir nokkrum misserum auk þess sem þeir hættu að ganga fyrri á kvöldin og byrjuðu seinna á morgnanna. Þetta vakti á sínum tíma óánægju hjá ýmsum starfsmönnum sem gátu fyrir vikið ekki nýtt sér vagnana til að fara til vinnu. „Nú er þessi þróun að ganga til baka, vagnarnir byrjaðir að ganga lengur og við stefnum að því að auka tíðnina enn meira á næsta ári," segir Einar. Tengdar fréttir Harma tvöföldun á verði nemakorta í strætó Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma þá ákvörðun Strætó að hækka verð á nemakortum. Þeir segja forsendu þess að nemar ferðist á umhverfisvænan máta að kortin séu á lágu verði. 20. ágúst 2012 15:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Einar Örn BenediktssonMynd/GVA Nú þegar skólastarf á landinu er að hefjast reka framhalds- og háskólanemar sig á að verð á nemakortum í strætó hefur nánast tvöfaldast frá því í fyrra. Einar Örn Benediktsson, stjórnarmaður Strætó og borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að ákvörðunin hafi verið nauðsynleg þar sem of fáir nemendur notuðu kortið. Kortin kostuðu í fyrra 20 þúsund krónur og giltu í 9 mánuði. Nú kosta þau 38.500 og gilda í heilt ár. „Árið 2007 ákváðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að leggja í ákveðið tilraunaverkefni til að fá ungt fólk til að skilja einkabílinn meira eftir heima og nota strætó. Áætlunin var að fá 14 þúsund manns til að nota kortin en það voru ekki nema 7 þúsund sem gerðu það. Nú þykir verkefnið hafa mistekist og sveitarfélögin hafa dregið sig út úr því að einhverju eða öllu leyti," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó. Þar að auki barst álit frá umboðsmanni barna á síðasta ári þar sem bent var á að mismunun milli barna fælist í því að gera háskóla- og framhaldsnemum kleift að kaupa nemakort meðan grunnskólabörn þyrftu að borga meira fyrir sín kort. „Út af þessu urðum við að hækka gjöldin þó það væri fúlt," segir Einar. Hjá Strætó er markvisst stefnt að því að auka hlut farþega í fargjöldunum. Nú standa farþegar undir um það bil 25% af kostnaðarverði þjónustunnar miðað við 40-50% í öðrum löndum. Þessi hækkun er þáttur í umræddri stefnu, segir Reynir. Einar bendir á þær jákvæðu fréttir að með vetraráætlun strætó sé tíðni ferða strætó aukin og vagnarnir aki lengur á kvöldin. Tíðni ferða strætó var skorin niður fyrir nokkrum misserum auk þess sem þeir hættu að ganga fyrri á kvöldin og byrjuðu seinna á morgnanna. Þetta vakti á sínum tíma óánægju hjá ýmsum starfsmönnum sem gátu fyrir vikið ekki nýtt sér vagnana til að fara til vinnu. „Nú er þessi þróun að ganga til baka, vagnarnir byrjaðir að ganga lengur og við stefnum að því að auka tíðnina enn meira á næsta ári," segir Einar.
Tengdar fréttir Harma tvöföldun á verði nemakorta í strætó Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma þá ákvörðun Strætó að hækka verð á nemakortum. Þeir segja forsendu þess að nemar ferðist á umhverfisvænan máta að kortin séu á lágu verði. 20. ágúst 2012 15:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Harma tvöföldun á verði nemakorta í strætó Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma þá ákvörðun Strætó að hækka verð á nemakortum. Þeir segja forsendu þess að nemar ferðist á umhverfisvænan máta að kortin séu á lágu verði. 20. ágúst 2012 15:52