Ég vil breytingar. En þú? Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Við stöndum á tímamótum því kjörtímabil fyrstu hreinræktuðu vinstri ríkisstjórnar á Íslandi er að renna sitt skeið. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafa sýnt okkur það svart á hvítu að þeir telja að uppbygging atvinnulífs og byggðar í landinu eigi að snúast um hugmyndir stjórnmálanna. Það hefur berlega komið í ljós á þessu kjörtímabili að leið stjórnmálalegra afskipta og ríkisforsjár hefur dregið úr vilja og getu fólksins til þess að hefja á ný atvinnurekstur, taka áhættu og skapa verðmæti fyrir sig sjálft og þjóðarbúið. Vinstri menn hafa aldrei skilið þau einföldu sannindi að sköpun nýrra verðmæta, úrvinnsla nýrra hugmynda og öflun nýrra tækifæra verða til hjá einstaklingunum sjálfum fái þeir til þess svigrúm án afskipta hins opinbera. Þess vegna þurfum við sjálfstæðismenn nú sem aldrei fyrr að halda á lofti þeim sannindum að virðing fyrir einstaklingnum og einkaframtaki er einmitt það sem þarf til þess að byggja upp á Íslandi. Við vitum að hagur heimilanna byggir á atvinnu og öryggi, hvorki skuldavandanum né hinum félagslega vanda verður eytt nema fólk hafi vinnu, hafi tekjur til að greiða niður lánin og ráðstöfunartekjur til að leyfa sér og börnum sínum að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Við þurfum að eyða þeirri óvissu í umhverfi atvinnulífsins sem nú ríkir og ryðja úr vegi hindrunum á ýmsum sviðum. Það er kristaltært að aukin atvinna eykur tekjur, dregur úr útgjöldum ríkissjóðs og sveitarfélaga, m.a. vegna atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar, og skilar þjóðinni efnahags- og félagslegum hagvexti. Þetta er einfalt, við þurfum að búa til stöðugt skattaumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau sjái sér hag í að fjárfesta, ráða til sín fólk og sækja fram. Það þarf að búa til tækifæri fyrir fólkið sem hefur viljann, getuna og kraftinn. Þess vegna er meginmarkmið okkar sjálfstæðismanna að fá til þess umboð í kosningunum 2013 að skapa hér samfélag þar sem allir geta fundið kröftum sínum farveg, þar sem velferð og öryggi borgaranna er tryggt, þar sem lífskjör jafnast á við það sem best gerist í heiminum og þar sem frelsi, ábyrgð og virðing fyrir einstaklingum er í hávegum höfð. Ég mun leggja allt mitt af mörkum til þess að svo megi verða og upphafið mörkum við sjálfstæðismenn í prófkjörum þegar við veljum fólk á lista flokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og óskar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri þann 10. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum því kjörtímabil fyrstu hreinræktuðu vinstri ríkisstjórnar á Íslandi er að renna sitt skeið. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafa sýnt okkur það svart á hvítu að þeir telja að uppbygging atvinnulífs og byggðar í landinu eigi að snúast um hugmyndir stjórnmálanna. Það hefur berlega komið í ljós á þessu kjörtímabili að leið stjórnmálalegra afskipta og ríkisforsjár hefur dregið úr vilja og getu fólksins til þess að hefja á ný atvinnurekstur, taka áhættu og skapa verðmæti fyrir sig sjálft og þjóðarbúið. Vinstri menn hafa aldrei skilið þau einföldu sannindi að sköpun nýrra verðmæta, úrvinnsla nýrra hugmynda og öflun nýrra tækifæra verða til hjá einstaklingunum sjálfum fái þeir til þess svigrúm án afskipta hins opinbera. Þess vegna þurfum við sjálfstæðismenn nú sem aldrei fyrr að halda á lofti þeim sannindum að virðing fyrir einstaklingnum og einkaframtaki er einmitt það sem þarf til þess að byggja upp á Íslandi. Við vitum að hagur heimilanna byggir á atvinnu og öryggi, hvorki skuldavandanum né hinum félagslega vanda verður eytt nema fólk hafi vinnu, hafi tekjur til að greiða niður lánin og ráðstöfunartekjur til að leyfa sér og börnum sínum að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Við þurfum að eyða þeirri óvissu í umhverfi atvinnulífsins sem nú ríkir og ryðja úr vegi hindrunum á ýmsum sviðum. Það er kristaltært að aukin atvinna eykur tekjur, dregur úr útgjöldum ríkissjóðs og sveitarfélaga, m.a. vegna atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar, og skilar þjóðinni efnahags- og félagslegum hagvexti. Þetta er einfalt, við þurfum að búa til stöðugt skattaumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau sjái sér hag í að fjárfesta, ráða til sín fólk og sækja fram. Það þarf að búa til tækifæri fyrir fólkið sem hefur viljann, getuna og kraftinn. Þess vegna er meginmarkmið okkar sjálfstæðismanna að fá til þess umboð í kosningunum 2013 að skapa hér samfélag þar sem allir geta fundið kröftum sínum farveg, þar sem velferð og öryggi borgaranna er tryggt, þar sem lífskjör jafnast á við það sem best gerist í heiminum og þar sem frelsi, ábyrgð og virðing fyrir einstaklingum er í hávegum höfð. Ég mun leggja allt mitt af mörkum til þess að svo megi verða og upphafið mörkum við sjálfstæðismenn í prófkjörum þegar við veljum fólk á lista flokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og óskar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri þann 10. nóvember nk.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun