Ég vil breytingar. En þú? Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Við stöndum á tímamótum því kjörtímabil fyrstu hreinræktuðu vinstri ríkisstjórnar á Íslandi er að renna sitt skeið. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafa sýnt okkur það svart á hvítu að þeir telja að uppbygging atvinnulífs og byggðar í landinu eigi að snúast um hugmyndir stjórnmálanna. Það hefur berlega komið í ljós á þessu kjörtímabili að leið stjórnmálalegra afskipta og ríkisforsjár hefur dregið úr vilja og getu fólksins til þess að hefja á ný atvinnurekstur, taka áhættu og skapa verðmæti fyrir sig sjálft og þjóðarbúið. Vinstri menn hafa aldrei skilið þau einföldu sannindi að sköpun nýrra verðmæta, úrvinnsla nýrra hugmynda og öflun nýrra tækifæra verða til hjá einstaklingunum sjálfum fái þeir til þess svigrúm án afskipta hins opinbera. Þess vegna þurfum við sjálfstæðismenn nú sem aldrei fyrr að halda á lofti þeim sannindum að virðing fyrir einstaklingnum og einkaframtaki er einmitt það sem þarf til þess að byggja upp á Íslandi. Við vitum að hagur heimilanna byggir á atvinnu og öryggi, hvorki skuldavandanum né hinum félagslega vanda verður eytt nema fólk hafi vinnu, hafi tekjur til að greiða niður lánin og ráðstöfunartekjur til að leyfa sér og börnum sínum að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Við þurfum að eyða þeirri óvissu í umhverfi atvinnulífsins sem nú ríkir og ryðja úr vegi hindrunum á ýmsum sviðum. Það er kristaltært að aukin atvinna eykur tekjur, dregur úr útgjöldum ríkissjóðs og sveitarfélaga, m.a. vegna atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar, og skilar þjóðinni efnahags- og félagslegum hagvexti. Þetta er einfalt, við þurfum að búa til stöðugt skattaumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau sjái sér hag í að fjárfesta, ráða til sín fólk og sækja fram. Það þarf að búa til tækifæri fyrir fólkið sem hefur viljann, getuna og kraftinn. Þess vegna er meginmarkmið okkar sjálfstæðismanna að fá til þess umboð í kosningunum 2013 að skapa hér samfélag þar sem allir geta fundið kröftum sínum farveg, þar sem velferð og öryggi borgaranna er tryggt, þar sem lífskjör jafnast á við það sem best gerist í heiminum og þar sem frelsi, ábyrgð og virðing fyrir einstaklingum er í hávegum höfð. Ég mun leggja allt mitt af mörkum til þess að svo megi verða og upphafið mörkum við sjálfstæðismenn í prófkjörum þegar við veljum fólk á lista flokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og óskar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri þann 10. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum því kjörtímabil fyrstu hreinræktuðu vinstri ríkisstjórnar á Íslandi er að renna sitt skeið. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafa sýnt okkur það svart á hvítu að þeir telja að uppbygging atvinnulífs og byggðar í landinu eigi að snúast um hugmyndir stjórnmálanna. Það hefur berlega komið í ljós á þessu kjörtímabili að leið stjórnmálalegra afskipta og ríkisforsjár hefur dregið úr vilja og getu fólksins til þess að hefja á ný atvinnurekstur, taka áhættu og skapa verðmæti fyrir sig sjálft og þjóðarbúið. Vinstri menn hafa aldrei skilið þau einföldu sannindi að sköpun nýrra verðmæta, úrvinnsla nýrra hugmynda og öflun nýrra tækifæra verða til hjá einstaklingunum sjálfum fái þeir til þess svigrúm án afskipta hins opinbera. Þess vegna þurfum við sjálfstæðismenn nú sem aldrei fyrr að halda á lofti þeim sannindum að virðing fyrir einstaklingnum og einkaframtaki er einmitt það sem þarf til þess að byggja upp á Íslandi. Við vitum að hagur heimilanna byggir á atvinnu og öryggi, hvorki skuldavandanum né hinum félagslega vanda verður eytt nema fólk hafi vinnu, hafi tekjur til að greiða niður lánin og ráðstöfunartekjur til að leyfa sér og börnum sínum að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Við þurfum að eyða þeirri óvissu í umhverfi atvinnulífsins sem nú ríkir og ryðja úr vegi hindrunum á ýmsum sviðum. Það er kristaltært að aukin atvinna eykur tekjur, dregur úr útgjöldum ríkissjóðs og sveitarfélaga, m.a. vegna atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar, og skilar þjóðinni efnahags- og félagslegum hagvexti. Þetta er einfalt, við þurfum að búa til stöðugt skattaumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau sjái sér hag í að fjárfesta, ráða til sín fólk og sækja fram. Það þarf að búa til tækifæri fyrir fólkið sem hefur viljann, getuna og kraftinn. Þess vegna er meginmarkmið okkar sjálfstæðismanna að fá til þess umboð í kosningunum 2013 að skapa hér samfélag þar sem allir geta fundið kröftum sínum farveg, þar sem velferð og öryggi borgaranna er tryggt, þar sem lífskjör jafnast á við það sem best gerist í heiminum og þar sem frelsi, ábyrgð og virðing fyrir einstaklingum er í hávegum höfð. Ég mun leggja allt mitt af mörkum til þess að svo megi verða og upphafið mörkum við sjálfstæðismenn í prófkjörum þegar við veljum fólk á lista flokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og óskar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri þann 10. nóvember nk.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun