Þjóðarvilji ráði för Eygló Harðardóttir skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. Í haust mun þjóðin geta sent stjórnmálamönnum skýr skilaboð um breytingar á stjórnarskrá landsins. Þar verður spurt um hvort rétt sé að auka vægi beins lýðræðis, auka persónukjör, jafna vægi atkvæða, setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum og hvort við viljum áfram hafa þjóðkirkju. Samvinnu- og framsóknarmenn hafa lengi talað fyrir auknu beinu lýðræði og þjóðfélagi þar sem ákvörðunarrétturinn byggir á virku lýðræði, ekki aðeins kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna heldur og í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum og skólum. Þetta endurspeglast m.a. í grunnstefnuskrá og kosningastefnuskrá 2009 um að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar. Við viljum ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Það var áherslumál í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1995-2007 og í þrígang hafa forystumenn flokksins lagt fram tillögu þess efnis á Alþingi án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Í forsetakosningunum kom forsetinn ítrekað inn á hversu lítið traust Alþingi hefur og nauðsyn þess að endurreisa trú fólks á stofnuninni sem hornsteini lýðræðis. Stór hluti af því er að auka áhrif kjósenda á val á kjörnum fulltrúum. Því ályktaði flokksþing Framsóknarmanna árið 2011 að flokkurinn væri hlynntur persónukjöri og teldi rétt að vægi atkvæða yrði jafnað eins og kostur er. Jafnframt höfnuðum við alfarið að landið yrði gert að einu kjördæmi. Samhliða þyrfti að tryggja valddreifingu og jafnræði til búsetu með ákvæði í stjórnarskrá sbr. grunnstefnu Framsóknarmanna. Framsóknarmenn vilja áfram að ákvæði verði um þjóðkirkju á Íslandi og að stutt verði við öflugt starf þjóðkirkjunnar sem og annarra trúfélaga. Eflaust mun þjóðin vera okkur ósammála í einhverjum þessara efna. En líkt og niðurstöður forsetakosninganna minna okkur á, þá á þjóðin að hafa æðsta ákvörðunarvaldið og við sem kjörnir fulltrúar að vinna í umboði hennar. Því megum við aldrei gleyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. Í haust mun þjóðin geta sent stjórnmálamönnum skýr skilaboð um breytingar á stjórnarskrá landsins. Þar verður spurt um hvort rétt sé að auka vægi beins lýðræðis, auka persónukjör, jafna vægi atkvæða, setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum og hvort við viljum áfram hafa þjóðkirkju. Samvinnu- og framsóknarmenn hafa lengi talað fyrir auknu beinu lýðræði og þjóðfélagi þar sem ákvörðunarrétturinn byggir á virku lýðræði, ekki aðeins kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna heldur og í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum og skólum. Þetta endurspeglast m.a. í grunnstefnuskrá og kosningastefnuskrá 2009 um að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar. Við viljum ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Það var áherslumál í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1995-2007 og í þrígang hafa forystumenn flokksins lagt fram tillögu þess efnis á Alþingi án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Í forsetakosningunum kom forsetinn ítrekað inn á hversu lítið traust Alþingi hefur og nauðsyn þess að endurreisa trú fólks á stofnuninni sem hornsteini lýðræðis. Stór hluti af því er að auka áhrif kjósenda á val á kjörnum fulltrúum. Því ályktaði flokksþing Framsóknarmanna árið 2011 að flokkurinn væri hlynntur persónukjöri og teldi rétt að vægi atkvæða yrði jafnað eins og kostur er. Jafnframt höfnuðum við alfarið að landið yrði gert að einu kjördæmi. Samhliða þyrfti að tryggja valddreifingu og jafnræði til búsetu með ákvæði í stjórnarskrá sbr. grunnstefnu Framsóknarmanna. Framsóknarmenn vilja áfram að ákvæði verði um þjóðkirkju á Íslandi og að stutt verði við öflugt starf þjóðkirkjunnar sem og annarra trúfélaga. Eflaust mun þjóðin vera okkur ósammála í einhverjum þessara efna. En líkt og niðurstöður forsetakosninganna minna okkur á, þá á þjóðin að hafa æðsta ákvörðunarvaldið og við sem kjörnir fulltrúar að vinna í umboði hennar. Því megum við aldrei gleyma.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar