Snjallsíma- og spjaldtölvubyltingin Birna Ósk Einarsdóttir skrifar 4. júlí 2012 06:00 Sumarið er komið á Íslandi með tilheyrandi gáska og ferðalögum. Hjá Símanum finnum við fyrir breyttum lífsháttum og þörfum hjá fólki yfir sumarmánuðina. Sumarbústaðir, tjöld og tjaldhýsi verða um tíma annað heimili fólks og þar má jafnvel framlengja dvölina með því að tengjast netinu í gegnum 3G-kerfið og sinna þannig vinnunni um leið og notið er samvista með fjölskyldunni, fjarri skarkalanum. Ferðalögin kalla á það að fólk geti tengst netinu nánast hvar og hvenær sem er, enda hefur Síminn lagt áherslu á það síðustu ár að stækka og þétta 3G-kerfið sitt til þess að mæta þessum þörfum og gera fólki lífið léttara við að afla sér upplýsinga, sinna vinnunni og eiga samskipti. Með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva hafa möguleikar almennings til að nýta fjarskiptatæknina gjörbreyst. Þessi tæki, sem eru allt í senn sími, tölva, myndavél, tónlistarspilari, staðsetningartæki og öflugt félagslegt verkfæri, gera fólki kleift að fást við nánast hvað sem er, óháð staðsetningu. Fjölmargir möguleikar, sem áður voru eingöngu bundnir við tölvur eða GPS-staðsetningartæki, eru nú aðgengilegir í gegnum snjallsímann. Þetta kallar á ný viðhorf á fjarskiptamarkaði og mikla framsýni því nú er gagnaflutningurinn ekki síður mikilvægur í símanum en talbundin tækni. Tölulegar upplýsingar sýna einmitt þetta í nýjustu skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Fjöldi talmínútna í farsíma eykst lítið síðustu ár en um leið hefur gagnaflutningur í farsímum u.þ.b. sexfaldast á síðustu þremur árum.Fjárfestingarklemma Ísland er meðal fremstu þjóða í heiminum í fjarskiptaþjónustu og áætlanir eru um enn frekari uppbyggingu fjarskiptakerfa svo þetta forskot haldist. Íslensk fjarskiptafyrirtæki miða starfsemi sína alfarið við innanlandsmarkað en um leið eykst samkeppni erlendis frá því alþjóðafyrirtæki eins og Facebook, Google, Skype, Netflix, Apple og Microsoft nýta fjarskiptakerfi til að áframselja og dreifa þjónustu sinni, sem felst m.a. í síma- og sjónvarpsþjónustu. Fjölbreytileiki er vissulega fagnaðarefni og neytendur njóta góðs af, en fjarskiptafyrirtækin fá sem stendur ekki eðlilegt endurgjald af þessari þjónustu til þess að viðhalda nauðsynlegri fjárfestingu. Um þessi vandamál er nú mikið rætt á alþjóðavettvangi og full ástæða til þess að fylgjast vel með þeirri umræðu á Íslandi. Hvernig sem leyst verður úr þessari klemmu er mikilvægt að það sé gert í sátt við notendur fjarskiptaþjónustu. Lífstílsbreyting hefur orðið hjá stórum hópum fólks og þá einkum yngri kynslóðinni sem hefur verið fljótari að tileinka sér þessa nýju tækni en þeir sem eldri eru. Farsímafyrirtækin hafa þurft að bregðast skjótt við þróuninni og tryggja með greiðum gagnaflutningum að viðskiptavinir þeirra geti nýtt sér kosti þessarar nýju tækni. Til að mæta aukinni þörf fyrir gagnaflutninga verður haldið áfram að auka afköst 3G-dreifikerfisins og verður fjöldi senda endurnýjaður til að mæta þörfum viðskiptavina. Nú þegar styður 3G-kerfi Símans 21Mb/s gagnahraða, en nýr búnaður mun gera Símanum kleift að bjóða aukinn gagnahraða, allt að 42Mb/s í 3G. Þá munu nýir sendar einnig styðja 4G-tæknina sem eykur gagnahraða í allt að 100 Mb/s.Þak veitir öryggi Síminn hefur lagt áherslu á að bjóða sérsniðnar leiðir fyrir netnotkun í síma sem gera fólki nú kleift að nýta vel kosti snjallsímans án þess að þurfa að óttast kostnaðinn. Viðskiptavinum Símans býðst að skilgreina ákveðið þak á netnotkun úr farsímanum sem eykur verulega öryggi og tryggir notandann gegn óvæntum kostnaði, sérstaklega þegar ferðast er erlendis. Þessi þjónusta nær til allra landa og er auðvelt að breyta skilgreindu þaki eftir því sem þurfa þykir. Sífellt fleiri átta sig á kostum þess að nota farsímann einnig sem litla tölvu. Íslendingar eru afar móttækilegir fyrir nýjungum. Mest seldu símarnir hér á landi eru snjallsímar en þeir lúta enn í lægra haldi fyrir „venjulegum“ símum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þeim er þó spáð örum vexti á næstu tveimur árum á þessum mörkuðum og verða 52% allra seldra síma í heiminum árið 2014 samkvæmt Business Insights. Handtækin verða öruggari með frekari þróun auk þess sem möguleikar þeirra aukast enn frekar. Síminn hefur þann metnað að halda áfram forystu í tækniþróun og spennandi verður að fylgjast með og taka þátt í því sem framtíðin ber í skauti sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sumarið er komið á Íslandi með tilheyrandi gáska og ferðalögum. Hjá Símanum finnum við fyrir breyttum lífsháttum og þörfum hjá fólki yfir sumarmánuðina. Sumarbústaðir, tjöld og tjaldhýsi verða um tíma annað heimili fólks og þar má jafnvel framlengja dvölina með því að tengjast netinu í gegnum 3G-kerfið og sinna þannig vinnunni um leið og notið er samvista með fjölskyldunni, fjarri skarkalanum. Ferðalögin kalla á það að fólk geti tengst netinu nánast hvar og hvenær sem er, enda hefur Síminn lagt áherslu á það síðustu ár að stækka og þétta 3G-kerfið sitt til þess að mæta þessum þörfum og gera fólki lífið léttara við að afla sér upplýsinga, sinna vinnunni og eiga samskipti. Með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva hafa möguleikar almennings til að nýta fjarskiptatæknina gjörbreyst. Þessi tæki, sem eru allt í senn sími, tölva, myndavél, tónlistarspilari, staðsetningartæki og öflugt félagslegt verkfæri, gera fólki kleift að fást við nánast hvað sem er, óháð staðsetningu. Fjölmargir möguleikar, sem áður voru eingöngu bundnir við tölvur eða GPS-staðsetningartæki, eru nú aðgengilegir í gegnum snjallsímann. Þetta kallar á ný viðhorf á fjarskiptamarkaði og mikla framsýni því nú er gagnaflutningurinn ekki síður mikilvægur í símanum en talbundin tækni. Tölulegar upplýsingar sýna einmitt þetta í nýjustu skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Fjöldi talmínútna í farsíma eykst lítið síðustu ár en um leið hefur gagnaflutningur í farsímum u.þ.b. sexfaldast á síðustu þremur árum.Fjárfestingarklemma Ísland er meðal fremstu þjóða í heiminum í fjarskiptaþjónustu og áætlanir eru um enn frekari uppbyggingu fjarskiptakerfa svo þetta forskot haldist. Íslensk fjarskiptafyrirtæki miða starfsemi sína alfarið við innanlandsmarkað en um leið eykst samkeppni erlendis frá því alþjóðafyrirtæki eins og Facebook, Google, Skype, Netflix, Apple og Microsoft nýta fjarskiptakerfi til að áframselja og dreifa þjónustu sinni, sem felst m.a. í síma- og sjónvarpsþjónustu. Fjölbreytileiki er vissulega fagnaðarefni og neytendur njóta góðs af, en fjarskiptafyrirtækin fá sem stendur ekki eðlilegt endurgjald af þessari þjónustu til þess að viðhalda nauðsynlegri fjárfestingu. Um þessi vandamál er nú mikið rætt á alþjóðavettvangi og full ástæða til þess að fylgjast vel með þeirri umræðu á Íslandi. Hvernig sem leyst verður úr þessari klemmu er mikilvægt að það sé gert í sátt við notendur fjarskiptaþjónustu. Lífstílsbreyting hefur orðið hjá stórum hópum fólks og þá einkum yngri kynslóðinni sem hefur verið fljótari að tileinka sér þessa nýju tækni en þeir sem eldri eru. Farsímafyrirtækin hafa þurft að bregðast skjótt við þróuninni og tryggja með greiðum gagnaflutningum að viðskiptavinir þeirra geti nýtt sér kosti þessarar nýju tækni. Til að mæta aukinni þörf fyrir gagnaflutninga verður haldið áfram að auka afköst 3G-dreifikerfisins og verður fjöldi senda endurnýjaður til að mæta þörfum viðskiptavina. Nú þegar styður 3G-kerfi Símans 21Mb/s gagnahraða, en nýr búnaður mun gera Símanum kleift að bjóða aukinn gagnahraða, allt að 42Mb/s í 3G. Þá munu nýir sendar einnig styðja 4G-tæknina sem eykur gagnahraða í allt að 100 Mb/s.Þak veitir öryggi Síminn hefur lagt áherslu á að bjóða sérsniðnar leiðir fyrir netnotkun í síma sem gera fólki nú kleift að nýta vel kosti snjallsímans án þess að þurfa að óttast kostnaðinn. Viðskiptavinum Símans býðst að skilgreina ákveðið þak á netnotkun úr farsímanum sem eykur verulega öryggi og tryggir notandann gegn óvæntum kostnaði, sérstaklega þegar ferðast er erlendis. Þessi þjónusta nær til allra landa og er auðvelt að breyta skilgreindu þaki eftir því sem þurfa þykir. Sífellt fleiri átta sig á kostum þess að nota farsímann einnig sem litla tölvu. Íslendingar eru afar móttækilegir fyrir nýjungum. Mest seldu símarnir hér á landi eru snjallsímar en þeir lúta enn í lægra haldi fyrir „venjulegum“ símum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þeim er þó spáð örum vexti á næstu tveimur árum á þessum mörkuðum og verða 52% allra seldra síma í heiminum árið 2014 samkvæmt Business Insights. Handtækin verða öruggari með frekari þróun auk þess sem möguleikar þeirra aukast enn frekar. Síminn hefur þann metnað að halda áfram forystu í tækniþróun og spennandi verður að fylgjast með og taka þátt í því sem framtíðin ber í skauti sér.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar