Möguleikar á að yfirgefa evrusamstarfið Þórhildur Hagalín skrifar 4. júlí 2012 06:00 Ekkert evruríki getur ákveðið upp á eigin spýtur að yfirgefa evrusamstarfið nema ganga jafnframt úr Evrópusambandinu. Ástæðan fyrir því er sú að í sáttmálunum um Evrópusambandið er ekkert ákvæði sem gerir ráð fyrir því sem möguleika að evruríki hætti að nota evruna. Þvert á móti var það yfirlýstur vilji aðildarríkja ESB að innleiðing sameiginlegs gjaldmiðils væri óafturkallanleg og segir í sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins að gengi evrunnar sé fest með óafturkræfum hætti gagnvart gengi gjaldmiðils viðkomandi aðildarríkis. Að sama skapi er hvergi gert ráð fyrir því í sáttmálum Evrópusambandsins að hægt sé að vísa tilteknu evruríki úr myntbandalaginu, né Evrópusambandinu ef út í það er farið, án samþykkis þess. Fyrir aðildarríki sem vill yfirgefa evruhópinn og taka upp sjálfstæða peningamálastefnu eru strangt til tekið tveir möguleikar í stöðunni. Annar er sá að viðkomandi ríki gangi úr Evrópusambandinu, en með Lissabon-breytingunum á sáttmálum ESB gekk í fyrsta sinn í gildi ákvæði sem heimilar aðildarríkjum að segja sig úr sambandinu. Eftir að aðildarríki hefur tilkynnt leiðtogum aðildarríkjanna í leiðtogaráðinu að það vilji segja sig úr Evrópusambandinu ber ráðherraráðinu, fyrir hönd sambandsins, að gera samning við viðkomandi ríki um hvernig staðið skuli að úrsögn þess og framtíðartengslum við sambandið. Sáttmálar ESB hætta að taka til viðkomandi ríkis á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, ef enginn slíkur samningur liggur fyrir, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningu um úrsögn. Ákvæðið kveður þannig bæði á um möguleikann til að semja um úrsögn við ESB og um rétt aðildarríkja til einhliða úrsagnar. Á það hefur verið bent að einhliða úrsögn evruríkis úr Evrópusambandinu, án samkomulags við hin evruríkin og Seðlabanka Evrópu, sé þó óhugsandi í raun og veru. Aðild að myntbandalaginu hafi svo víðtæk áhrif og flókin að ekkert evruríki geti hlaupið frá skuldbindingum sínum öðruvísi en að ganga frá lausum endum í samvinnu við ráðherraráðið og Seðlabanka Evrópu. Hinn möguleikinn er að aðildarríkið semji sérstaklega um úrsögn sína úr myntbandalaginu við hin aðildarríkin í samræmi við svonefnda hefðbundna endurskoðunarmeðferð sem heimilar breytingar á sáttmálum sambandsins. Fyrir evruríki sem vill gefa evruna upp á bátinn en ekki yfirgefa Evrópusambandið er þetta eina leiðin. Hún krefst þess þó að öll aðildarríkin 27 komist að samkomulagi um hvernig staðið skuli að því að umrætt ríki gangi úr myntbandalaginu því aðeins er hægt að semja um breytingar á sáttmálum sambandsins með einróma samþykki aðildarríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ekkert evruríki getur ákveðið upp á eigin spýtur að yfirgefa evrusamstarfið nema ganga jafnframt úr Evrópusambandinu. Ástæðan fyrir því er sú að í sáttmálunum um Evrópusambandið er ekkert ákvæði sem gerir ráð fyrir því sem möguleika að evruríki hætti að nota evruna. Þvert á móti var það yfirlýstur vilji aðildarríkja ESB að innleiðing sameiginlegs gjaldmiðils væri óafturkallanleg og segir í sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins að gengi evrunnar sé fest með óafturkræfum hætti gagnvart gengi gjaldmiðils viðkomandi aðildarríkis. Að sama skapi er hvergi gert ráð fyrir því í sáttmálum Evrópusambandsins að hægt sé að vísa tilteknu evruríki úr myntbandalaginu, né Evrópusambandinu ef út í það er farið, án samþykkis þess. Fyrir aðildarríki sem vill yfirgefa evruhópinn og taka upp sjálfstæða peningamálastefnu eru strangt til tekið tveir möguleikar í stöðunni. Annar er sá að viðkomandi ríki gangi úr Evrópusambandinu, en með Lissabon-breytingunum á sáttmálum ESB gekk í fyrsta sinn í gildi ákvæði sem heimilar aðildarríkjum að segja sig úr sambandinu. Eftir að aðildarríki hefur tilkynnt leiðtogum aðildarríkjanna í leiðtogaráðinu að það vilji segja sig úr Evrópusambandinu ber ráðherraráðinu, fyrir hönd sambandsins, að gera samning við viðkomandi ríki um hvernig staðið skuli að úrsögn þess og framtíðartengslum við sambandið. Sáttmálar ESB hætta að taka til viðkomandi ríkis á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, ef enginn slíkur samningur liggur fyrir, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningu um úrsögn. Ákvæðið kveður þannig bæði á um möguleikann til að semja um úrsögn við ESB og um rétt aðildarríkja til einhliða úrsagnar. Á það hefur verið bent að einhliða úrsögn evruríkis úr Evrópusambandinu, án samkomulags við hin evruríkin og Seðlabanka Evrópu, sé þó óhugsandi í raun og veru. Aðild að myntbandalaginu hafi svo víðtæk áhrif og flókin að ekkert evruríki geti hlaupið frá skuldbindingum sínum öðruvísi en að ganga frá lausum endum í samvinnu við ráðherraráðið og Seðlabanka Evrópu. Hinn möguleikinn er að aðildarríkið semji sérstaklega um úrsögn sína úr myntbandalaginu við hin aðildarríkin í samræmi við svonefnda hefðbundna endurskoðunarmeðferð sem heimilar breytingar á sáttmálum sambandsins. Fyrir evruríki sem vill gefa evruna upp á bátinn en ekki yfirgefa Evrópusambandið er þetta eina leiðin. Hún krefst þess þó að öll aðildarríkin 27 komist að samkomulagi um hvernig staðið skuli að því að umrætt ríki gangi úr myntbandalaginu því aðeins er hægt að semja um breytingar á sáttmálum sambandsins með einróma samþykki aðildarríkjanna.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun