Erlent

Reyna að bjarga skipi sem er að sökkva við Jólaeyju

Áströlsk björgunarskip eru nú á leiðinni að skipi með 130 til 180 hælisleitendur innanborðs á leið frá Indónesíu til Jólaeyjar undan strönd Ástralíu.

Neyðarkall barst frá skipinu í nótt en það var þá statt miðja vegu milli Indónesíu og Jólaeyjar. Ástralska strandgæslan segir að flutningaskip sé í grenndinni við skip hælisleitendanna og að herskip frá ástralska flotanum sé einnig skammt undan.

Síðustu fréttir herma að mikill leiki sé kominn að skipinu með hælisleitendunum en það sé þó enn ofansjávar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×