Erlent

Vill endurtalningu í Mexíkó

BBI skrifar
Pena Nieto er nýkjörinn forseti.
Pena Nieto er nýkjörinn forseti. Mynd/AFP
Forsetaframbjóðandi í Mexíkó fer fram á að atkvæðin úr forsetakosningunum um helgina verði talin aftur. Hann sakar nýkjörinn forseta landsins, Pena Nieto, um að brjóta kosningalög.

Lopez Obrador fékk 6% minna en Pena Nieto í kosningunum á sunnudag. Hann hefur neitað að viðurkenna sigurinn og fer nú fram á endurtalningu. „Það þarf að telja aftur. Ég er ekki að biðja um greiða, ég er að fara fram á að lögum sé framfylgt," segir hann.

Lopez Obrador tapaði einnig forsetakosningum í Mexíkó árið 2006. Í kjölfarið kom hann af stað mótmælum sem entust nokkra mánuði.

Pena Nieto, sem lýsti yfir sigri á sunnudaginn var, er frambjóðandi PRI-flokksins sem stýrði Mexíkó í 71 ár samfleytt en tapaði umboðinu árið 2000. Flokkurinn er nú kominn aftur til valda en Pena Nieto hefur lýst því yfir að hann muni stjórna landinu á annan hátt en áður var gert og að niðurstaða kosninganna verði ekki afturhvarf til gamalla tíma

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×