Erlent

HIV heimapróf

Í gær samþykkti matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna nýtt heimapróf fyrir HIV. Prófið fer í sölu í apótekum og stórverslunum í október síðar á árinu.

Prófið er hugsað til að ná til hóps fólks sem fer sjaldan til læknis og á að auðvelda öllum að fylgjast með eigin heilsu.

Prófið hefur verið notað á heilsugæslustöðvum hingað til en er nú komið í sölu til heimilisnotkunnar. Prófið virkar þannig að fólk tekur stroku úr gómi og niðurstöður liggja fyrir innan 30 mínútna.

Prófið er framleitt af OraSure og heitir Oraquick. Áætlað er að prófið muni kosta 18 dollara sem nemur um 3500 krónum.



Boston herald segir frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×