Erlent

Fjórir látnir í gíslatöku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi glæpsins í morgun.
Lögreglumenn á vettvangi glæpsins í morgun. mynd/ afp.
Þrír menn sem voru teknir í gíslingu í Karlsruhe í Þýskalandi í morgun eru látnir, eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Aftenposten. Lögreglan þar segir að auk gíslanna sé gíslatökumaðurinn líklegast líka látinn. Fram kemur í þýska blaðinu Bild að gíslatökumaðurinn hafi verið með fleira en eitt vopn meðferðis og verið skotglaður. 

Svæðið í kringum húsið hefur verið girt af og lögreglan er með aukalið á staðnum. Vitni segja að gíslatökumaðurinn hafi verið með handsprengju í höndunum. Hann hafi verið mjög ógnandi þegar hann tók gíslana.

Sjá umfjöllun á vef norska ríkisútvarpsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×