Lífið

Raunveruleikastjarna handtekin

Deena Cortese slapp vel og fékk einungis 13 þúsund króna sekt.
Deena Cortese slapp vel og fékk einungis 13 þúsund króna sekt.
Deena Crotese úr raunveruleikaþáttunum Jersey Shore var handtekin fyrir að nota ekki gangstétt og tefja umferð. Raunveruleikastjarnan var að dansa út á miðri götu á háannartíma.

Stjarnan var miður sín yfir handtökunni og baðst afsökunnar á hegðun sinni við dómara. Dómarinn sagði að hún væri að hindra lögreglumenn í að vinna mikilvægari störf og sektaði hana um rúmlega 13 þúsund krónur.

Deena er ekki fyrsta stjarna þáttarins til að vera handtekin. Nicole Polizzi, sem er betur þekkt sem Snooki, var handtekin í þriðju þáttaröð fyrir ölvun á almannafæri og Ronnie Ortiz-Magro var handtekinn fyrir líkamsárás í fyrstu þáttaröðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.