Í gæsluvarðhald eftir að dvöl á meðferðarheimili lýkur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2012 18:48 Nokkur fjöldi barna dvelur á Stuðlum á hverju ári. Hátt í helmingur pilta sem dvaldist á meðferðarheimilum frá árinu 2000 til 2007 hefur setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eftir að meðferðinni lauk. Félagsráðgjafi segir mikilvægt að fylgja börnum sem dvelja á meðferðarheimilum lengur eftir. Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd kynnti í dag niðurstöður rannsóknar á afdrifum barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007 og meðferðarstöð ríkisins á Stuðlum. Almennt töldu börnin og aðstandendur þeirra reynslu sína af meðferðarheimilunum vera jákvæða. Þannig sögðu um sextíu prósent meðferðina hafa hjálpað sér. Um fimmtungur barnanna sagðist þó hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra sem voru í meðferð á sama tíma og þau. Þá söguðust ríflega 14% þeirra hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna. Þá sýnir rannsóknin að skólaganga barnanna er oft brotin. „Þau hafa flest verið í einhvers konar námi eftir að meðferðinni lauk þá er menntunarstaða þeirra hún er lakari heldur en almennt gerist með ungmenni á þessum aldri," segir Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Rannsóknin sýnir einnig að 41% pilta hafi setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi að lokinni meðferð. Þá sótti helmingur ungmennanna vímuefnameðferð eða aðstoð vegna tilfinningalegra erfiðleika eftir að dvöl lauk. Þá kemur fram að eftirmeðferð hafi verið ábótavant. Aðeins tæpum fjórðungi ungmennanna var fylgt skipulega eftir eftir að meðferðinni lauk. Meirihluti þeirra sem fékk slíka meðferð taldi hana hafa gagnast sér. Elísabet segir mikilvægt að fylgja börnunum betur eftir þegar meðferð lýkur. Við sjáum það meðan að staðan þeirra er lakari á vinnumarkaði og námslega þá er greinilegt að við þurfum að hugsa um það hvernig sé hægt að styðja við þessa þætti til þess að þau eigi sömu möguleika og aðrir," segir Elísabet. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hátt í helmingur pilta sem dvaldist á meðferðarheimilum frá árinu 2000 til 2007 hefur setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eftir að meðferðinni lauk. Félagsráðgjafi segir mikilvægt að fylgja börnum sem dvelja á meðferðarheimilum lengur eftir. Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd kynnti í dag niðurstöður rannsóknar á afdrifum barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007 og meðferðarstöð ríkisins á Stuðlum. Almennt töldu börnin og aðstandendur þeirra reynslu sína af meðferðarheimilunum vera jákvæða. Þannig sögðu um sextíu prósent meðferðina hafa hjálpað sér. Um fimmtungur barnanna sagðist þó hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra sem voru í meðferð á sama tíma og þau. Þá söguðust ríflega 14% þeirra hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna. Þá sýnir rannsóknin að skólaganga barnanna er oft brotin. „Þau hafa flest verið í einhvers konar námi eftir að meðferðinni lauk þá er menntunarstaða þeirra hún er lakari heldur en almennt gerist með ungmenni á þessum aldri," segir Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Rannsóknin sýnir einnig að 41% pilta hafi setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi að lokinni meðferð. Þá sótti helmingur ungmennanna vímuefnameðferð eða aðstoð vegna tilfinningalegra erfiðleika eftir að dvöl lauk. Þá kemur fram að eftirmeðferð hafi verið ábótavant. Aðeins tæpum fjórðungi ungmennanna var fylgt skipulega eftir eftir að meðferðinni lauk. Meirihluti þeirra sem fékk slíka meðferð taldi hana hafa gagnast sér. Elísabet segir mikilvægt að fylgja börnunum betur eftir þegar meðferð lýkur. Við sjáum það meðan að staðan þeirra er lakari á vinnumarkaði og námslega þá er greinilegt að við þurfum að hugsa um það hvernig sé hægt að styðja við þessa þætti til þess að þau eigi sömu möguleika og aðrir," segir Elísabet.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira