Lífið

Sienna þegir um einkalífið

Sienna Miller vill ekki ræða um einkalíf sitt í nýju viðtali við Vogue.
Sienna Miller vill ekki ræða um einkalíf sitt í nýju viðtali við Vogue. nordicphotos/getty
Leikkonan Sienna Miller prýðir forsíðu næsta heftis breska Vogue og í ítarlegu viðtali við blaðið talar hún um það hvað henni sé illa við að ræða einkalíf sitt.

Miller á von á sínu fyrsta barni með leikaranum Tom Sturridge og í viðtalinu segist hún lítið vilja ræða einkahagi sína. „Ég er komin meira en þrjá mánuði á leið og má því tala um óléttuna. En mér hefur verið ráðlagt að gera það ekki þar sem það mundi stríða gegn því sem ég hef unnið að síðustu átta ár,“ segir leikkonan og á þar við það að halda einkalífi sínu utan fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.