Erlent

Greiða 25 þúsund fyrir skóladót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danskir foreldrar munu þurfa að reiða fram að meðaltali um 1200 danskar krónur þegar grunnskólar þar í landi hefjast að nýju í næstu viku. Þótt skólagjöldin séu greidd af hinu opinbera eins og hér á landi kostar sitt að kaupa skólatöskur, bækur, blýanta og pennaveski. Danska blaðið Berlingske Tidende segir að þetta muni kosta foreldra að meðaltali sem samsvarar um 25 þúsund íslenskum krónum. Það er tvöfalt hærri upphæð en danskir foreldrar verja til kaupa á jólagjöfum fyrir börn sín, en sú upphæð nam í fyrra um 12 þúsund íslenskum krónum að meðaltali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×