Fróði og Sigurður með óvæntan sigur í A-flokki 1. júlí 2012 00:00 Mynd / Eiðfaxi Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga. Sýning á tölti var jöfn enda hlutu þrír hestar sömu einkunn. Hæstur var þó Fláki sem fékk 8,92 og voru áhorfendur heyranlega á sama máli og dómarar því þeir fögnuðu einkunn hans vel. Gæðingarnir voru nokkuð jafnir á brokki, Stakkur frá Halldórsstöðum átti góðan sprett og hlaut hæstu einkunn keppenda 8,78 á meðan Fláki hlaut lægstu einkunn 8,50. Fláki og Stakkur brokkuðu samhliða og var greinilega nokkur keppni á milli gæðinganna. Mikil spenna lá í loftinu þegar gæðingarnir þeystu tvo spretti á skeiði og landsmótsgestir fögnuðu ákaft góðum sprettum. Þar var Lotta frá Hellu í nokkru uppáhaldi hjá áhorfendum. Skeiðaði hún taktfast og örugglega og hlaut 9,12 í einkunn fyrir vikið og enduðu þau í fjórða sæti. Sigurður Sigurðarson var í miklu stuði á Fróða frá Staðartungu og hefur ekki látið „tapið" í B-flokki hafa áhrif á keppnisgleði sína. Hlutu þeir glæsilega 8,82 fyrir tölt og fóru mikinn á skeiðinu. Þeir uppskáru 9,16 fyrir glæsispretti, voru hæstir allra keppenda og sigruðu nokkuð óvænt.Keppandi/ tölt/brokk/skeið/vilji/fegurð í reið/lokaeinkunn 1. Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson: 8,82 - 8,60 - 9,16 - 9,00 - 8,96 = 8,92 2. Fláki frá Blesastöðum 1A og Þórður Þorgeirsson: 8,92 - 8,50 - 8,92 - 8,84 - 9,02 = 8,88 3. Stakkur frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson: 8,62 - 8,78 - 9,08 - 8,98 - 8,78 = 8,86 4. Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson: 8,54 - 8,60 - 9,12 - 8,90 - 8,64 = 8,78 5. Grunnur frá Grund II og Sigursteinn Sumarliðason: 8,62 -8,76 - 8,78 - 8,72 - 8,80 = 8,73 6. Hringur frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson: 8,64 - 8,70 - 8,80 - 8,72 - 8,70 =8,71 7. Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth: 8,56 - 8,64 - 8,54 - 8,56 - 8,58 = 8,57 8. Sálmur frá Halakoti og Atli Guðmundsson: 8,62 - 8,30 - 8,42 - 8,46 -8,46 = 8,47 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira
Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga. Sýning á tölti var jöfn enda hlutu þrír hestar sömu einkunn. Hæstur var þó Fláki sem fékk 8,92 og voru áhorfendur heyranlega á sama máli og dómarar því þeir fögnuðu einkunn hans vel. Gæðingarnir voru nokkuð jafnir á brokki, Stakkur frá Halldórsstöðum átti góðan sprett og hlaut hæstu einkunn keppenda 8,78 á meðan Fláki hlaut lægstu einkunn 8,50. Fláki og Stakkur brokkuðu samhliða og var greinilega nokkur keppni á milli gæðinganna. Mikil spenna lá í loftinu þegar gæðingarnir þeystu tvo spretti á skeiði og landsmótsgestir fögnuðu ákaft góðum sprettum. Þar var Lotta frá Hellu í nokkru uppáhaldi hjá áhorfendum. Skeiðaði hún taktfast og örugglega og hlaut 9,12 í einkunn fyrir vikið og enduðu þau í fjórða sæti. Sigurður Sigurðarson var í miklu stuði á Fróða frá Staðartungu og hefur ekki látið „tapið" í B-flokki hafa áhrif á keppnisgleði sína. Hlutu þeir glæsilega 8,82 fyrir tölt og fóru mikinn á skeiðinu. Þeir uppskáru 9,16 fyrir glæsispretti, voru hæstir allra keppenda og sigruðu nokkuð óvænt.Keppandi/ tölt/brokk/skeið/vilji/fegurð í reið/lokaeinkunn 1. Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson: 8,82 - 8,60 - 9,16 - 9,00 - 8,96 = 8,92 2. Fláki frá Blesastöðum 1A og Þórður Þorgeirsson: 8,92 - 8,50 - 8,92 - 8,84 - 9,02 = 8,88 3. Stakkur frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson: 8,62 - 8,78 - 9,08 - 8,98 - 8,78 = 8,86 4. Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson: 8,54 - 8,60 - 9,12 - 8,90 - 8,64 = 8,78 5. Grunnur frá Grund II og Sigursteinn Sumarliðason: 8,62 -8,76 - 8,78 - 8,72 - 8,80 = 8,73 6. Hringur frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson: 8,64 - 8,70 - 8,80 - 8,72 - 8,70 =8,71 7. Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth: 8,56 - 8,64 - 8,54 - 8,56 - 8,58 = 8,57 8. Sálmur frá Halakoti og Atli Guðmundsson: 8,62 - 8,30 - 8,42 - 8,46 -8,46 = 8,47
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira