Stórt skref í rétta átt Þórarinn Guðjónsson skrifar 8. júní 2012 06:00 Föstudaginn 18. maí kynnti ríkisstjórnin fjárfestingaáætlun 2013-2015. Áætlunin er framsækin og mun efla innviði atvinnusköpunar, rannsókna og samgangna á Íslandi. Fjárfestingaráætlunin tekur á mörgum þáttum svo sem ferðaþjónustu, skapandi greinum, grænu hagkerfi, samgöngum, vísindum og nýsköpun. Í raun má segja að þetta verði eitt mikilvægasta skrefið í upprisu landsins eftir hrun og því afar mikilvægt að áætlunin gangi eftir. Rannsóknir og nýsköpunÍ þessari grein fjalla ég einungis um þann þátt sem snýr að vísindum og nýsköpun. Í fjárfestingaáætluninni er stefnt á verulega aukningu á framlögum til rannsókna og þróunar. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður Vísinda- og tækniráðs eru hryggjarstykkið í vísindastarfi og tækniþróun á Íslandi. Með því að efla þessa sjóði gefst tækifæri á að styðja við aukna þekkingarsköpun og hámarka nýtingu rannsókna til tækniþróunar. Vísindastarf er forsenda hagvaxtar nútímasamfélaga þar sem þekkingarsköpun sem verður til við vísindastarf er forsenda rannsóknartengdrar nýsköpunar. Samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðsÁ undanförnum árum hafa fjárframlög til rannsóknasjóða vísinda- og tækniráðs rýrnað verulega að raunvirði. Þetta kemur engum á óvart enda varð hér efnahagshrun sem erfitt hefur verið að vinna úr. Á undanförnum árum hefur úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs farið niður fyrir 15% í ýmsum fræðigreinum. Margir aðilar innan vísinda- og fræðasamfélagsins hafa bent á hættuna sem þessu fylgir. Við erum að sjá að rannsóknahópar eru í hættu að flosna upp með óafturkræfu tapi á verðmætri þekkingu og mannafla. Það er vel þekkt að margar þjóðir sem staðið hafa frammi fyrir efnahagskreppu svo sem eins og Finnar á 9. áratug síðustu aldar hafa nýtt sér þekkingarsköpun og hagnýtingu þekkingar sem lykilþátt í uppbyggingu samfélagsins. Í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir aukningu um 750 milljónir í bæði Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð Vísinda- og tækniráðs, auk þess sem 500 milljónum verður varið árlega í markáætlun á sviði rannsókna og nýsköpunar. Þetta eru afar góðar fréttir og getur átt stóran þátt í að snúa við stöðnun vísindastarfs og tækniþróunar við núverandi aðstæður. Jafnframt mun efling samkeppnissjóðanna auka við nauðsynlega nýliðun vísinda- og fræðimanna og efla þannig vísindastarf til framtíðar. Ísland er í samkeppni við önnur lönd um hæfustu vísinda- fræðimenn á hverju sviði. Til þess að við getum staðið okkur í þessari samkeppni þarf að tryggja grundvöll vísindastarfs og tækniþróunar. Margfeldisáhrif fjárfestingastefnunnarSú stefna sem hér er mótuð er skynsamleg og mun hafa margfeldisáhrif inn í vísindasamfélagið óháð stofnunum og fræðasviðum. Með aukinni fjármögnun skapast meira svigrúm fyrir samstarf hópa á milli hvort sem er innan sama fræðasviðs eða þvert á fræðasvið. Efling rannsóknasjóðs mun styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu en mörg doktorsverkefni eru háð úthlutun úr Rannsóknasjóði. Styrking samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs mun jafnframt auka samkeppnishæfni íslenskra rannsóknahópa í að ná í erlenda rannsóknastyrki. Stefnur og eftirfylgniÞetta er að sjálfsögðu einungis stefna og eftir er að tryggja fjármögnun meðal annars í samvinnu við Alþingi. Hér er á ferðinni mál sem ætti að vera möguleiki að fá alla flokka til að sameinast um óháð því hver átti upphaflegu hugmyndina. Alltof oft hefur það gerst að stefnumál hafa verið sett fram og þeim ekki fylgt eftir. Ef hér er alvara á ferð ættum við strax í byrjun árs 2013 að fá verulega innspýtingu inn í íslenskt atvinnulíf. Það má hins vegar ekki gerast að svona áætlun sé lögð fram eingöngu til þess að slá ryki í augu fólks í aðdraganda kosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 18. maí kynnti ríkisstjórnin fjárfestingaáætlun 2013-2015. Áætlunin er framsækin og mun efla innviði atvinnusköpunar, rannsókna og samgangna á Íslandi. Fjárfestingaráætlunin tekur á mörgum þáttum svo sem ferðaþjónustu, skapandi greinum, grænu hagkerfi, samgöngum, vísindum og nýsköpun. Í raun má segja að þetta verði eitt mikilvægasta skrefið í upprisu landsins eftir hrun og því afar mikilvægt að áætlunin gangi eftir. Rannsóknir og nýsköpunÍ þessari grein fjalla ég einungis um þann þátt sem snýr að vísindum og nýsköpun. Í fjárfestingaáætluninni er stefnt á verulega aukningu á framlögum til rannsókna og þróunar. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður Vísinda- og tækniráðs eru hryggjarstykkið í vísindastarfi og tækniþróun á Íslandi. Með því að efla þessa sjóði gefst tækifæri á að styðja við aukna þekkingarsköpun og hámarka nýtingu rannsókna til tækniþróunar. Vísindastarf er forsenda hagvaxtar nútímasamfélaga þar sem þekkingarsköpun sem verður til við vísindastarf er forsenda rannsóknartengdrar nýsköpunar. Samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðsÁ undanförnum árum hafa fjárframlög til rannsóknasjóða vísinda- og tækniráðs rýrnað verulega að raunvirði. Þetta kemur engum á óvart enda varð hér efnahagshrun sem erfitt hefur verið að vinna úr. Á undanförnum árum hefur úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs farið niður fyrir 15% í ýmsum fræðigreinum. Margir aðilar innan vísinda- og fræðasamfélagsins hafa bent á hættuna sem þessu fylgir. Við erum að sjá að rannsóknahópar eru í hættu að flosna upp með óafturkræfu tapi á verðmætri þekkingu og mannafla. Það er vel þekkt að margar þjóðir sem staðið hafa frammi fyrir efnahagskreppu svo sem eins og Finnar á 9. áratug síðustu aldar hafa nýtt sér þekkingarsköpun og hagnýtingu þekkingar sem lykilþátt í uppbyggingu samfélagsins. Í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir aukningu um 750 milljónir í bæði Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð Vísinda- og tækniráðs, auk þess sem 500 milljónum verður varið árlega í markáætlun á sviði rannsókna og nýsköpunar. Þetta eru afar góðar fréttir og getur átt stóran þátt í að snúa við stöðnun vísindastarfs og tækniþróunar við núverandi aðstæður. Jafnframt mun efling samkeppnissjóðanna auka við nauðsynlega nýliðun vísinda- og fræðimanna og efla þannig vísindastarf til framtíðar. Ísland er í samkeppni við önnur lönd um hæfustu vísinda- fræðimenn á hverju sviði. Til þess að við getum staðið okkur í þessari samkeppni þarf að tryggja grundvöll vísindastarfs og tækniþróunar. Margfeldisáhrif fjárfestingastefnunnarSú stefna sem hér er mótuð er skynsamleg og mun hafa margfeldisáhrif inn í vísindasamfélagið óháð stofnunum og fræðasviðum. Með aukinni fjármögnun skapast meira svigrúm fyrir samstarf hópa á milli hvort sem er innan sama fræðasviðs eða þvert á fræðasvið. Efling rannsóknasjóðs mun styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu en mörg doktorsverkefni eru háð úthlutun úr Rannsóknasjóði. Styrking samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs mun jafnframt auka samkeppnishæfni íslenskra rannsóknahópa í að ná í erlenda rannsóknastyrki. Stefnur og eftirfylgniÞetta er að sjálfsögðu einungis stefna og eftir er að tryggja fjármögnun meðal annars í samvinnu við Alþingi. Hér er á ferðinni mál sem ætti að vera möguleiki að fá alla flokka til að sameinast um óháð því hver átti upphaflegu hugmyndina. Alltof oft hefur það gerst að stefnumál hafa verið sett fram og þeim ekki fylgt eftir. Ef hér er alvara á ferð ættum við strax í byrjun árs 2013 að fá verulega innspýtingu inn í íslenskt atvinnulíf. Það má hins vegar ekki gerast að svona áætlun sé lögð fram eingöngu til þess að slá ryki í augu fólks í aðdraganda kosninga.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar