Ofurfyrirsætan Linda Evangelista hefur farið fram á milljónir í meðlag frá barnsföður sínum, viðskiptajöfrinum François-Henri Pinault.
Evangelista og Pinault áttu í sambandi í hálft ár árið 2005 og var fyrirsætan þegar ólétt þegar parið ákvað að slíta sambandinu. Evangelista eignaðist soninn Augie árið 2006 en hélt faðerni barnsins leyndu þar til í sumar þegar hún óskaði eftir meðlagi frá Pinault, sem nú er giftur leikkonunni Selmu Hayek.
Evangelista fer fram á 5,7 milljónir króna í meðlag mánuð hvern og verður málið tekið fyrir í rétti í New York á næstunni. Samkvæmt fyrirsætunni á upphæðin á að dekka laun lífvarða, bílstjóra og barnfóstru fyrir soninn.
„Ég vinn allt að sextán klukkutíma á dag og þá daga sem ég vinn ekki þarf ég að hugsa um sjálfa mig, fara í líkamsrækt og aðrar snyrtimeðferðir. Ég þarf að halda mér í formi vegna vinnunnar, alveg eins og íþróttamaður,“ sagði Evangelista sem var ein hæst launaðasta fyrirsæta heims á tíunda áratugnum.
Milljónir í meðlag
