Hulkenberg ekur fyrir Sauber 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Hulkenberg hefur staðið sig vel hjá Force India. nordicphotos/afp Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti. Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti.
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira