Erlent

Stórbruni í Osló

Eins og sést á þessari mynd var um gríðarlega mikinn reyk að ræða. Slökkvilið hefur nú náð tökum á honum.
Eins og sést á þessari mynd var um gríðarlega mikinn reyk að ræða. Slökkvilið hefur nú náð tökum á honum. mynd/nrk.no
Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það.

Umfjöllun nrk.no.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×